Snæfellsnes besti vetraráfangastaðurinn í Evrópu

kirkjufell Ivars Krutainis

Bandarískt ferðablað mælir með tveggja nátta ferðalagi um Snæfellsnes.
Um daginn fékk Melrakkaslétta mikið lof á vef BBC og Guardian lofaði hægaganginn Djúpavogi. Núna er röðin komin að Vesturlandi því Snæfellsnes er í efsta sæti á nýjum lista bandaríska ferðaritsins Travel&Leisure yfir bestu áfangastaði vetrarins í Evrópu („Europe´s Best Winter Getaways“).
Í umsögn þessa útbreidda tímarits segir að enginn staður á Íslandi sé eins áhrifamikill eins og á Snæfellsnesið með sitt mosaklædda hraun, fjörðum sem einkennist af mistri og tindóttum fjöllum og yfir öllu gnæfi svo Snæfellsjökull.
Mælt er með að áhugasamir hefji ferðalagið í Stykkishólmi með því að tékka sig inn á Hótel Egilsen og borði svo lambakjöt á Narfeyrarstofu hinum megin við götuna um kvöldið. Daginn eftir tekur við 130 kílómetra keyrsla út Snæfellsnesið og yfir á suðurhluta þess þangað til komið er að Hótel Búðum. Þar eigi fólk svo að njóta kvöldsins og næturinnar en áríðandi sé að biðja næturvörðinn um að vekja sig ef það sést til norðurljósa.

Bestu vetraráfangastaðir vetrarins að mati Travel&Leisure:

1. Snæfellsnes
2. Alpa di Siusi, Dólómítarnir
3. Åre, Svíþjóð
4. La Massana, Andorra
5. Vals, Sviss
6. Cotswolds, Cheltenham, Bretlandi
7. Courschevel, Frakklandi
8. Bouillon, Belgíu
9. Sagnes, Portúgal
10. Rovinj, Króatíu
11. Tíról, Austurríki
12. Aschauim Chiengau, Þýskalandi
13. Parporovo, Búlgaría
Sjá grein Travel&Leisure