Spánn í Smáralind um helgina

barcelona Tyler Hendy

Þeir sem vilja kynna sér hinar margvíslegu hliðar hins vinsæla ferðamannalands geta gert það á föstudag og laugardag. Þeir sem vilja kynna sér hinar margvíslegu hliðar hins vinsæla ferðamannalands geta gert það á föstudag og laugardag.
Ferðamálastofa Spánar heldur ferðakynningu í Smáralind þann 11. og 12. nóvember næstkomandi. Slagorð kynningarinnar er „I need Spain” og munu fulltrúar frá ferðamálastofu Katalóníu og Valensíu kynna sín héruð auk fulltrúa frá ferðamálastofu Spánar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Auk þess að kynna mismunandi áfangastaði á Spáni verður boðið upp á að smakka mat frá Spáni í boði INNNES og saltfisk frá Íslandi í boði Atlantic Quality Fish og Íslandsstofu. Gítarleikarinn Þorvaldur Már Guðmundsson mun bjóða uppá lifandi spænska gítartóna á föstudaginn milli kl. 15:30 og 16:30 og á laugardaginn milli kl. 13 og 15. 

Stóraukið framboð á Spánarferðum

Spánn er stórveldi á sviði ferðaþjónustunnar og býður uppá marga og ólíka áfangastaði svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Landið er Íslendingum vel kunnugt, og þá aðallega fyrir sólarstrendur sínar. En landið hefur uppá margt annað að bjóða einnig eins og t.d. ferðir um Jakobsveginn, og svo er landið einnig vinsælt hjá íslenskum námsmönnum sem sækja mikið í nám á Spáni. Mörg flugfélög fljúga á milli Íslands og Spánar og áfangastöðunum er sífellt að fjölga. Í vetur verður til dæmis í fyrsta skipti boðið upp á vetrarflug héðan til Madrídar og Barcelona en til síðarnefndu borgarinnar fljúga þrjú flugfélög í vetur.
Ferðamálaráð Spánar gaf líka nýverið út ferðabæklinga á íslensku sem lesa má hér.