Vilja efla ástarlíf miðaldra fólks

spies

Forsvarsmenn danskrar ferðaskrifstofu halda áfram að vinna að auknu samlífi meðal Dana. Nú er fókusinn á fólk sem komið er yfir miðjan aldur.
Fæðingartíðni í Danmörku er á uppleið á ný og því fagna stjórnendur ferðaskrifstofurnnar Spies sem hafa síðustu ár hvatt landa sína til að ferðast til útlanda enda sýna kannanir að fólk sé mun líklegra að til að stunda kynlíf þegar það er að heiman en heima. Hvort það sé markaðsherferð Spies að þakka að Dönum fjölgi á ný skal ósagt látið en eitt er víst að frumlegar auglýsingar ferðaskrifstofurnar hafa vakið mikla athygli í Danmörku og víðar. Það er því ekki að undra að forkólfar Spies ætli ekki að láta hér við sitja heldur halda áfram að benda á sterk tengsl milli utanlandsferða og kynlífs. Núna er markhópurinn hins vegar fólk sem komið er á miðjan aldur enda sýni tölurnar að lostinn dali verulega hjá flestum eftir að börnin koma til sögunnar og mörgum reynist erfitt að ná sömu hæðum og áður. Jafnvel eftir að börnin eru vaxin úr grasi og flutt að heiman. Þetta skaði ekki bara samböndin sjálf heldur einstaklingana líka því lífslíkurnar minnki verulega eins og rakið er í auglýsingunni hér fyrir neðan. Og rúsínan í pylsuendanum er sú að þeir sem bóka ferðir með Spies fá sérstakan afslátt fyrir hvert það barn sem þeir hafa getið og þannig lagt sitt að mörkum fyrir Danmörku.