Samfélagsmiðlar

Lág aðventufargjöld til ódýrari Stokkhólms

Stokkholmur budir a

Verðlag í höfuðborg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaupmannahöfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borgarinnar fyrir jól. Verðlag í höfuðborg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaupmannahöfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borgarinnar fyrir jól.
Ef þú gengur inn í H&M á Strikinu eru sennilega meiri líkur en minni að þú heyrir þar íslensku talaða hátt og snjallt. Í verslunum sænska tískurisans í heimaborg hans gengur þú hins vegar ekki að löndum þínum vísum enda ferðast um helmingi færri Íslendingar til Stokkhólms en Kaupmannahafnar ár hvert. En eins og staðan er í dag á krónum landanna tveggja þá fæst meira fyrir íslensku krónurnar í sænska höfuðstaðnumen þeim danska. Alla vega ef ætlunin er að kíkja í búðir.

Ríflegur verðmunur

Þannig kostar ákveðin peysa í Cos 9.700 íslenskar ef hún er keypt í Svíþjóð en borga þarf rúmum 800 krónum meira fyrir þessa sömu flík í Danmörku. Og skór í Filippa K eru á tæpar 38 þúsund í Stokkhólmi en kosta um 45.400 þúsund kr. í Kaupmannahöfn samkvæmt athugun Túrista. Verðmunurinn á sömu vörum í sænskum og dönsku útibúum H&M getur líka numið ríflega 10 prósentum. Ferðalangur sem ætlar sér að versla töluvert í borgarferðinni mun því af öllu jöfnu eyða nokkru minna í Stokkhólmi en í Köben. Ein helsta ástæðan fyrir þessum mun er sú að sænska krónan hefur veikst í samanburði við á dönsku og það kemur þeim vel sem fara í verslunarferð til Svíþjóðar þessar vikurnar. Þessi verðmunur sést líka þegar kjörin á hótelum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn eru borin saman. Sambærileg gisting er nefnilega aðeins ódýrari í Stokkhólmi nú fyrir jólin en í Kaupmannahöfn. 

Ódýrara flug en oft áður

Í síðustu viku hóf WOW air að flugja til Arlanda flugvallar í Stokkhólmi og af fargjöldunum að dæma þá er töluvert af lausum sætum í ferðir félagsins fram að jólum. Þannig kostar 19 þúsund krónur að fljúga til Stokkhólms föstudaginn 9.desember og heim á sunnudegi eða mánudegi en borga þarf 3.999 kr. aukalega fyrir tösku undir öll nýju fötin. Fargjöldin aðrar helgar aðventunnar eru aðeins hærri en engu að síður lægri en gerist og gengur á þessum árstíma. Þeir sem komast frá í miðri viku geta líka fundið farmiða með Icelandair sem kosta ekki nema 13 þúsund krónur, aðra leið. Í einhverju tilvikum er svo hægt að fljúga út með öðru flugfélaginu og heim með hinu. 

Hvar er best að versla?

Svíar hafa lengi verið með puttann á tískupúlsinum og verið duglegir að koma honum í hillur á viðráðanlegu. Í Stokkhólmi er því enginn skortur á verslunum og við Drottninggatan og Hamngatan er að finna útibú þeirra stærstu en líka stór vöruhús eins og NK og Åhlens. Fallegasta verslunargatan er samt sennilega göngugatan Biblioteksgatan þar sem m.a. Cos er til húsa. Skammt frá er svo Birger Jarlsgatan með öllum sínum glæsiverslunum. Á þess svæði eru líka tvær ljómandi verslunarmiðstöðvar, Mood og Sturegalleriet. Hins vegar slær Mall of Scandinavia allt annað út hvað varðar úrval varðar en þessi risakringla er á stærð við tvær Kringlur með 224 verslanir og veitingastaði. Þangað tekur um 10 mínútur að komast með lest frá miðborginni. Þeir sem vilja heldur versla í minni sérverslunum verða ekki sviknir að huggulegu rölti frá Mariatorget, niður Hornsgatan og svo inn Krukmakargatan.

UM helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …