Lág aðventufar­gjöld til ódýrari Stokk­hólms

Stokkholmur budir a

Verðlag í höfuð­borg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaup­manna­höfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borg­ar­innar fyrir jól. Verðlag í höfuð­borg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaup­manna­höfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borg­ar­innar fyrir jól.
Ef þú gengur inn í H&M á Strikinu eru senni­lega meiri líkur en minni að þú heyrir þar íslensku talaða hátt og snjallt. Í versl­unum sænska tísk­urisans í heima­borg hans gengur þú hins vegar ekki að löndum þínum vísum enda ferðast um helm­ingi færri Íslend­ingar til Stokk­hólms en Kaup­manna­hafnar ár hvert. En eins og staðan er í dag á krónum land­anna tveggja þá fæst meira fyrir íslensku krón­urnar í sænska höfuð­staðnumen þeim danska. Alla vega ef ætlunin er að kíkja í búðir.

Ríflegur verðmunur

Þannig kostar ákveðin peysa í Cos 9.700 íslenskar ef hún er keypt í Svíþjóð en borga þarf rúmum 800 krónum meira fyrir þessa sömu flík í Danmörku. Og skór í Filippa K eru á tæpar 38 þúsund í Stokk­hólmi en kosta um 45.400 þúsund kr. í Kaup­manna­höfn samkvæmt athugun Túrista. Verðmun­urinn á sömu vörum í sænskum og dönsku útibúum H&M getur líka numið ríflega 10 prósentum. Ferða­langur sem ætlar sér að versla tölu­vert í borg­ar­ferð­inni mun því af öllu jöfnu eyða nokkru minna í Stokk­hólmi en í Köben. Ein helsta ástæðan fyrir þessum mun er sú að sænska krónan hefur veikst í saman­burði við á dönsku og það kemur þeim vel sem fara í versl­un­ar­ferð til Svíþjóðar þessar vikurnar. Þessi verðmunur sést líka þegar kjörin á hótelum í Stokk­hólmi og Kaup­manna­höfn eru borin saman. Sambærileg gisting er nefni­lega aðeins ódýrari í Stokk­hólmi nú fyrir jólin en í Kaup­manna­höfn. 

Ódýrara flug en oft áður

Í síðustu viku hóf WOW air að flugja til Arlanda flug­vallar í Stokk­hólmi og af fargjöld­unum að dæma þá er tölu­vert af lausum sætum í ferðir félagsins fram að jólum. Þannig kostar 19 þúsund krónur að fljúga til Stokk­hólms föstu­daginn 9.desember og heim á sunnu­degi eða mánu­degi en borga þarf 3.999 kr. auka­lega fyrir tösku undir öll nýju fötin. Fargjöldin aðrar helgar aðvent­unnar eru aðeins hærri en engu að síður lægri en gerist og gengur á þessum árstíma. Þeir sem komast frá í miðri viku geta líka fundið farmiða með Icelandair sem kosta ekki nema 13 þúsund krónur, aðra leið. Í einhverju tilvikum er svo hægt að fljúga út með öðru flug­fé­laginu og heim með hinu. 

Hvar er best að versla?

Svíar hafa lengi verið með puttann á tísku­púls­inum og verið duglegir að koma honum í hillur á viðráð­an­legu. Í Stokk­hólmi er því enginn skortur á versl­unum og við Drottn­ing­gatan og Hamn­gatan er að finna útibú þeirra stærstu en líka stór vöruhús eins og NK og Åhlens. Falleg­asta versl­un­ar­gatan er samt senni­lega göngu­gatan Biblioteks­gatan þar sem m.a. Cos er til húsa. Skammt frá er svo Birger Jarls­gatan með öllum sínum glæsi­versl­unum. Á þess svæði eru líka tvær ljóm­andi versl­un­ar­mið­stöðvar, Mood og Stur­egalleriet. Hins vegar slær Mall of Scandi­navia allt annað út hvað varðar úrval varðar en þessi risakringla er á stærð við tvær Kringlur með 224 versl­anir og veit­inga­staði. Þangað tekur um 10 mínútur að komast með lest frá miðborg­inni. Þeir sem vilja heldur versla í minni sérversl­unum verða ekki sviknir að huggu­legu rölti frá Maria­torget, niður Horns­gatan og svo inn Kruk­mak­ar­gatan.

UM helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hrað­lest­inni frá flug­vell­inum og niður í bæ. Sjá hér