Samfélagsmiðlar

Lág aðventufargjöld til ódýrari Stokkhólms

Stokkholmur budir a

Verðlag í höfuðborg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaupmannahöfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borgarinnar fyrir jól. Verðlag í höfuðborg Svíþjóðar er almennt lægra en til að mynda í Kaupmannahöfn og ennþá er hægt að finna ódýr fargjöld til borgarinnar fyrir jól.
Ef þú gengur inn í H&M á Strikinu eru sennilega meiri líkur en minni að þú heyrir þar íslensku talaða hátt og snjallt. Í verslunum sænska tískurisans í heimaborg hans gengur þú hins vegar ekki að löndum þínum vísum enda ferðast um helmingi færri Íslendingar til Stokkhólms en Kaupmannahafnar ár hvert. En eins og staðan er í dag á krónum landanna tveggja þá fæst meira fyrir íslensku krónurnar í sænska höfuðstaðnumen þeim danska. Alla vega ef ætlunin er að kíkja í búðir.

Ríflegur verðmunur

Þannig kostar ákveðin peysa í Cos 9.700 íslenskar ef hún er keypt í Svíþjóð en borga þarf rúmum 800 krónum meira fyrir þessa sömu flík í Danmörku. Og skór í Filippa K eru á tæpar 38 þúsund í Stokkhólmi en kosta um 45.400 þúsund kr. í Kaupmannahöfn samkvæmt athugun Túrista. Verðmunurinn á sömu vörum í sænskum og dönsku útibúum H&M getur líka numið ríflega 10 prósentum. Ferðalangur sem ætlar sér að versla töluvert í borgarferðinni mun því af öllu jöfnu eyða nokkru minna í Stokkhólmi en í Köben. Ein helsta ástæðan fyrir þessum mun er sú að sænska krónan hefur veikst í samanburði við á dönsku og það kemur þeim vel sem fara í verslunarferð til Svíþjóðar þessar vikurnar. Þessi verðmunur sést líka þegar kjörin á hótelum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn eru borin saman. Sambærileg gisting er nefnilega aðeins ódýrari í Stokkhólmi nú fyrir jólin en í Kaupmannahöfn. 

Ódýrara flug en oft áður

Í síðustu viku hóf WOW air að flugja til Arlanda flugvallar í Stokkhólmi og af fargjöldunum að dæma þá er töluvert af lausum sætum í ferðir félagsins fram að jólum. Þannig kostar 19 þúsund krónur að fljúga til Stokkhólms föstudaginn 9.desember og heim á sunnudegi eða mánudegi en borga þarf 3.999 kr. aukalega fyrir tösku undir öll nýju fötin. Fargjöldin aðrar helgar aðventunnar eru aðeins hærri en engu að síður lægri en gerist og gengur á þessum árstíma. Þeir sem komast frá í miðri viku geta líka fundið farmiða með Icelandair sem kosta ekki nema 13 þúsund krónur, aðra leið. Í einhverju tilvikum er svo hægt að fljúga út með öðru flugfélaginu og heim með hinu. 

Hvar er best að versla?

Svíar hafa lengi verið með puttann á tískupúlsinum og verið duglegir að koma honum í hillur á viðráðanlegu. Í Stokkhólmi er því enginn skortur á verslunum og við Drottninggatan og Hamngatan er að finna útibú þeirra stærstu en líka stór vöruhús eins og NK og Åhlens. Fallegasta verslunargatan er samt sennilega göngugatan Biblioteksgatan þar sem m.a. Cos er til húsa. Skammt frá er svo Birger Jarlsgatan með öllum sínum glæsiverslunum. Á þess svæði eru líka tvær ljómandi verslunarmiðstöðvar, Mood og Sturegalleriet. Hins vegar slær Mall of Scandinavia allt annað út hvað varðar úrval varðar en þessi risakringla er á stærð við tvær Kringlur með 224 verslanir og veitingastaði. Þangað tekur um 10 mínútur að komast með lest frá miðborginni. Þeir sem vilja heldur versla í minni sérverslunum verða ekki sviknir að huggulegu rölti frá Mariatorget, niður Hornsgatan og svo inn Krukmakargatan.

UM helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …