Samfélagsmiðlar

Engar líkur á lægri virðisaukaskatti á gistingu

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau

Danski skattamálaráðherrann segir að danskir hótelstjórar geti hætt að láta sig dreyma um sambærileg opinber gjöld og kollegar þeirra í Evrópu búa við. Danski skattamálaráðherrann segir að danskir hótelstjórar geti hætt að láta sig dreyma um sambærileg opinber gjöld og kollegar þeirra í Evrópu búa við.
Í Danmörku eru virðisaukaskatturinn sá sami í öllum geirum eða 25 prósent og svo hátt hefur hlutfallið verið frá árinu 1992 þegar það var hækkað úr 22 prósentum. Víðs vegar er hótelgisting hins vegar í lægra þrepi og til að mynda er lagður 12 prósent skattur ofan á hótelreikninga í Svíþjóð og 11 prósent hér á landi auk gistináttagjalds. Danskir hóteleigendur hafa hins vegar lengi bent á að gistiverð í Danmörku verði ekki samkeppnishæft við það sem þekkist í löndunum í kring á meðan skattprósentan er svona miklu hærri. Þrátt fyrir það þá hefur rekstur danskra hótela gengið mjög vel síðustu misseri og samkvæmt nýlegri samantekt stefnir í methagnað hjá dönskum hótelum í ár. Meðal annars vegna fjölgunar erlendra ferðamanna og eins fá dönsk fyrirtæki nú endurgreiddan virðisaukaskatt af þeirri þjónustu sem þau kaupa af gististöðum þar í landi, t.d. vegna fundarhalda.

Yrði slæmt fordæmi

Það er hins vegar engar breytingar í farvatninu og það undirstrikaði skattaráðherrann Karsten Lauritzen í ræðu sinni á þingi Horesta, samtaka danskra hótela og veitingastaða, í síðustu viku. Hann sagðist kaupa rök hótelgeirans og viðurkenndi að ef hann sjálfur ræki hótel þá myndi hann líka halda því fram að fleiri gestir kæmu ef skatturinn væri lægri. Og Lauritzen er ekki í vafa um að dönsku skattareglurnar hefðu þær áhrif að hluti af viðskiptunum leitaði yfir til Malmö og Stokkhólms. Þrátt fyrir þetta bað hann hótelstjórana að hætta að láta sig dreyma um lægri skatt. Sá draumur myndi ekki rætast. „Ef þið fengjuð lægri virðisaukaskatt, afhverju ætti þá ekki líka að lækka álögur á lífræn matvæli? Þetta yrði eins og að opna öskju Pandóru,“ sagði Lauritzen samkvæmt frétt Standby.

Airbnb leigusalar verða að borga skatt

Útbreiðsla Airbnb er hlutfallslega mun minni á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi líkt og Túristi hefur greint frá. Umræðan um Airbnb og þess háttar þjónustur er því ekki áberandi í Danmörku og í erindi sínu sagði skattaráðherrann að hann hefði ekkert á móti Airbnb því fyrirtækið hefði jákvæð áhrif á straum ferðamanna til landsins. Hann undirstrikaði hins vegar að allir þeir sem leigja út í gegnum Airbnb eigi að borga skatt af tekjum sínum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …