Samfélagsmiðlar

Engar líkur á lægri virðisaukaskatti á gistingu

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau

Danski skattamálaráðherrann segir að danskir hótelstjórar geti hætt að láta sig dreyma um sambærileg opinber gjöld og kollegar þeirra í Evrópu búa við. Danski skattamálaráðherrann segir að danskir hótelstjórar geti hætt að láta sig dreyma um sambærileg opinber gjöld og kollegar þeirra í Evrópu búa við.
Í Danmörku eru virðisaukaskatturinn sá sami í öllum geirum eða 25 prósent og svo hátt hefur hlutfallið verið frá árinu 1992 þegar það var hækkað úr 22 prósentum. Víðs vegar er hótelgisting hins vegar í lægra þrepi og til að mynda er lagður 12 prósent skattur ofan á hótelreikninga í Svíþjóð og 11 prósent hér á landi auk gistináttagjalds. Danskir hóteleigendur hafa hins vegar lengi bent á að gistiverð í Danmörku verði ekki samkeppnishæft við það sem þekkist í löndunum í kring á meðan skattprósentan er svona miklu hærri. Þrátt fyrir það þá hefur rekstur danskra hótela gengið mjög vel síðustu misseri og samkvæmt nýlegri samantekt stefnir í methagnað hjá dönskum hótelum í ár. Meðal annars vegna fjölgunar erlendra ferðamanna og eins fá dönsk fyrirtæki nú endurgreiddan virðisaukaskatt af þeirri þjónustu sem þau kaupa af gististöðum þar í landi, t.d. vegna fundarhalda.

Yrði slæmt fordæmi

Það er hins vegar engar breytingar í farvatninu og það undirstrikaði skattaráðherrann Karsten Lauritzen í ræðu sinni á þingi Horesta, samtaka danskra hótela og veitingastaða, í síðustu viku. Hann sagðist kaupa rök hótelgeirans og viðurkenndi að ef hann sjálfur ræki hótel þá myndi hann líka halda því fram að fleiri gestir kæmu ef skatturinn væri lægri. Og Lauritzen er ekki í vafa um að dönsku skattareglurnar hefðu þær áhrif að hluti af viðskiptunum leitaði yfir til Malmö og Stokkhólms. Þrátt fyrir þetta bað hann hótelstjórana að hætta að láta sig dreyma um lægri skatt. Sá draumur myndi ekki rætast. „Ef þið fengjuð lægri virðisaukaskatt, afhverju ætti þá ekki líka að lækka álögur á lífræn matvæli? Þetta yrði eins og að opna öskju Pandóru,“ sagði Lauritzen samkvæmt frétt Standby.

Airbnb leigusalar verða að borga skatt

Útbreiðsla Airbnb er hlutfallslega mun minni á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi líkt og Túristi hefur greint frá. Umræðan um Airbnb og þess háttar þjónustur er því ekki áberandi í Danmörku og í erindi sínu sagði skattaráðherrann að hann hefði ekkert á móti Airbnb því fyrirtækið hefði jákvæð áhrif á straum ferðamanna til landsins. Hann undirstrikaði hins vegar að allir þeir sem leigja út í gegnum Airbnb eigi að borga skatt af tekjum sínum.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …