Samfélagsmiðlar

WOW verður eina evrópska flugfélagið í Pittsburgh

Ef frá eru taldar sumarferðir til Parísar þá er ekkert beint flug í boði yfir hafið frá 20. fjölmennasta þéttbýlissvæði Bandaríkjanna. Á því verður hins vegar breyting með komu WOW air og því fagnar ferðaþjónustan í Pittsburgh.

pittsburgh a

„Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða WOW velkomið til Pittsburgh og þar með fá beint flug yfir hafið allan ársins hring. Um leið gefst tækifæri til að taka á móti íslenskum gestum hér í þessari frábæru borg,“ segir Tom Loftus, talsmaður ferðamálaráðs Pittsburgh, aðspurður um þýðingu þess að fá heilsárs áætlunarflug frá Evrópu til borgarinnar. „Þetta er mikilvægt skref fyrir ferðaþjónustuna því þetta gerir okkur kleift að laða til okkar fleiri erlenda gesti. Við trúum því nefnilega að þegar leiðin til Pittsburgh opnast þá komi fólk og falli fyrir fegurðinni, útivistarmöguleikunum, menningunni og öllu hinu.“

Matur og Warhol

Það er óhætt fullyrða að íslenskir ferðamenn hafi hingað til verið sjaldséðir í Pittsburgh, fæðingarborg listamannsins Andy Warhol og heimavallar Heinz tómasósunnar. En það breytist sennilega með bættum flugsamgöngum. En hvaða er það í borginni sem Loftus mælir sérstaklega með að íslenskir túristar upplifi í sinni fyrstu heimókn til Pittsburgh? „Fólk ætti klárlega að heimsækja Andy Warhol safnið sem er eitt fjögurra safna sem heyra undir Carnagie Museums of Pittsburgh. Svo myndi ég mæla með kláfnum upp á Washington fjall þaðan sem útsýnið yfir borgina er stórfenglegt. Pittsburgh var svo nýverið valin matarborg Bandaríkjanna af Zagat og því myndi ég mæla með heimsókn á fínan veitingastað eða fá sér bita af hinni frægu Primati samloku sem er toppuð með frönskum og hrásalati.

Ekki lengur stálborg

Pittsburgh tilheyrir Pennsylvaníu fylki sem er í norðausturhluta Bandaríkjanna. Hingað til hefur ekkert verið flogið þangað frá Íslandi en næsta vor ætlar Icelandair einnig að spreyta sig á þessu svæði með áætlunarflugi til Philadelpia sem er fjölmennasta borg Pennsylvaníu. Loftus segir að þó borgirnar tvær séu vissulega í sama fylki þá sé langt á milli þeirra og til að mynda taki það sex tíma að keyra á milli enda sé Philadelphia við austurströndina en Pittsburgh inn í landi. „Pittsburgh hefur gengið í gegnum ótrúlega endurnýjun og er ekki lengur borg stáliðnaðarins. Í dag eru hún þekkt fyrir tækni- og lyfjageirann, menntakerfið, orkuiðnaðinn, íþróttir og túrisma. Borgin var til að mynda á lista ferðaritsins Travel+Leisure yfir bestu áfangastaði ársins í ár.“
WOW air fer jómfrúarferð sín til Pittsburgh í byrjun sumars og mun fljúga þangað fjórum sinnum í viku.
Uppfært: Í dag tilkynnti þýska flugfélagið Condor að næsta sumar myndi félagið bjóða upp á sumarferðir frá Frankfurt til Pittsburgh. Þar með verða evrópsku flugfélögin tvö í Pittsburgh en WOW það eina sem heilsársflug til borgarinnar.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …