Samfélagsmiðlar

WOW verður eina evrópska flugfélagið í Pittsburgh

Ef frá eru taldar sumarferðir til Parísar þá er ekkert beint flug í boði yfir hafið frá 20. fjölmennasta þéttbýlissvæði Bandaríkjanna. Á því verður hins vegar breyting með komu WOW air og því fagnar ferðaþjónustan í Pittsburgh.

pittsburgh a

„Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða WOW velkomið til Pittsburgh og þar með fá beint flug yfir hafið allan ársins hring. Um leið gefst tækifæri til að taka á móti íslenskum gestum hér í þessari frábæru borg,“ segir Tom Loftus, talsmaður ferðamálaráðs Pittsburgh, aðspurður um þýðingu þess að fá heilsárs áætlunarflug frá Evrópu til borgarinnar. „Þetta er mikilvægt skref fyrir ferðaþjónustuna því þetta gerir okkur kleift að laða til okkar fleiri erlenda gesti. Við trúum því nefnilega að þegar leiðin til Pittsburgh opnast þá komi fólk og falli fyrir fegurðinni, útivistarmöguleikunum, menningunni og öllu hinu.“

Matur og Warhol

Það er óhætt fullyrða að íslenskir ferðamenn hafi hingað til verið sjaldséðir í Pittsburgh, fæðingarborg listamannsins Andy Warhol og heimavallar Heinz tómasósunnar. En það breytist sennilega með bættum flugsamgöngum. En hvaða er það í borginni sem Loftus mælir sérstaklega með að íslenskir túristar upplifi í sinni fyrstu heimókn til Pittsburgh? „Fólk ætti klárlega að heimsækja Andy Warhol safnið sem er eitt fjögurra safna sem heyra undir Carnagie Museums of Pittsburgh. Svo myndi ég mæla með kláfnum upp á Washington fjall þaðan sem útsýnið yfir borgina er stórfenglegt. Pittsburgh var svo nýverið valin matarborg Bandaríkjanna af Zagat og því myndi ég mæla með heimsókn á fínan veitingastað eða fá sér bita af hinni frægu Primati samloku sem er toppuð með frönskum og hrásalati.

Ekki lengur stálborg

Pittsburgh tilheyrir Pennsylvaníu fylki sem er í norðausturhluta Bandaríkjanna. Hingað til hefur ekkert verið flogið þangað frá Íslandi en næsta vor ætlar Icelandair einnig að spreyta sig á þessu svæði með áætlunarflugi til Philadelpia sem er fjölmennasta borg Pennsylvaníu. Loftus segir að þó borgirnar tvær séu vissulega í sama fylki þá sé langt á milli þeirra og til að mynda taki það sex tíma að keyra á milli enda sé Philadelphia við austurströndina en Pittsburgh inn í landi. „Pittsburgh hefur gengið í gegnum ótrúlega endurnýjun og er ekki lengur borg stáliðnaðarins. Í dag eru hún þekkt fyrir tækni- og lyfjageirann, menntakerfið, orkuiðnaðinn, íþróttir og túrisma. Borgin var til að mynda á lista ferðaritsins Travel+Leisure yfir bestu áfangastaði ársins í ár.“
WOW air fer jómfrúarferð sín til Pittsburgh í byrjun sumars og mun fljúga þangað fjórum sinnum í viku.
Uppfært: Í dag tilkynnti þýska flugfélagið Condor að næsta sumar myndi félagið bjóða upp á sumarferðir frá Frankfurt til Pittsburgh. Þar með verða evrópsku flugfélögin tvö í Pittsburgh en WOW það eina sem heilsársflug til borgarinnar.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …