WOW með þriðjungi fleiri farþega í hverri ferð en Icelandair

saeti icelandair wow

Aldrei hefur munað eins litlu á farþegafjölda íslensku flugfélaganna og nú í október. Aldrei hefur munað eins litlu á farþegafjölda íslensku flugfélaganna og nú í október.
Á síðasta ári flugu ríflega fjórfalt fleiri farþegar með Icelandair en WOW air en bilið á milli félaganna hefur hins vegar minnkað hratt í ár. Í síðasta mánuði var munurinn á félögunum tveimur innan við tvöfaldur eða 183 prósent og hefur hann aldrei verið eins lítill eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Með Icelandair flugu nærri 321 þúsund farþegar en rúmlega 175 þúsund með WOW air. Miðað við talningar Túrista á fjölda flugferða félaganna tveggja í október hafa að jafnaði setið 155 farþegar í hverri áætlunarferð Icelandair en 204 hjá WOW air. Ástæðan fyrir þessum mikla mun er sú að í flugflota WOW air eru þotur sem er nokkru stærri en þær sem Icelandair hefur yfir að ráða. 
Sætanýting félaganna tveggja var hins vegar minni núna en á sama tíma í fyrra. Hjá WOW voru 86 prósent sætanna skipuð farþegum en 82 prósent hjá Icelandair. Saman stóðu íslensku félögin tvö undir 81,4 prósent allra áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli í október samkvæmt útreikningum Túrista.