15 bestu ferðamannaborgir í heimi – hvorki meira né minna

charleston

Þú þarft í langt ferðalag frá Íslandi til að komast til flestra þeirra borga sem eru á þessum lista.
Travel+Leisture er eitt útbreiddasta ferðatímaritið vestanhafs og árlega efnir blaðið til viðamikillar lesendakönnunar þar sem fólk er meðal annars beðið um nefna þann áfangastað sem er í uppáhaldi. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og í ár var það bandaríska borgin Charleston í Suður-Karólínu sem fékk flest atkvæði en borgin skorar vanalega hátt í könnunum Travel+Leisure. Í öðru sæti varð Chiang Mai í Taílandi og San Miguel de Allende í Mexíkó fékk bronsið. Í ljósi fjarlægðarinnar má gera ráð fyrir að margir hér á landi hafi ekki heimsótt þessar þrjár borgir og reyndar á Evrópa fáa fulltrúa á lista Travel+Leisure eins og sjá má hér fyrir neðan.

Bestu ferðamannaborgir ársins að mati Travel+Leisure

 1. Charleston, Bandaríkin
 2. Chiang Mai, Taíland
 3. San Miguel de Allende, Mexíkó
 4. Flórens, Ítalía
 5. Luang Prabang, Laos
 6. Kyoto, Japan
 7. New Orleans, Bandaríkin
 8. Barcelona, Spánn
 9. Savannah, Bandaríkin
 10. Höfðaborg, S-Afríka
 11. Róm, Ítalía
 12. Beirut, Líbanon
 13. Siem Reap, Kambódía
 14. Bangkok, Taíland
 15. Cuzco, Perú

Hér má sjá sjónvarpsmanninn Stephen Colbert fagna kjöri Charleston en hann einmitt uppalinn þar í borg.