Áfangastöðunum fjölgaði úr 33 í 45 í nóvember

london Jethro Stebbings

Fjórða hver flugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var á leið til annað hvort London eða Kaupmannahafnar. Fjórða hver flugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var á leið til annað hvort London eða Kaupmannahafnar.
Í nóvember var boðið upp á áætlunarferðir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til 45 borga í N-Ameríku og Evrópu en á sama tíma í fyrra voru áfangastaðirnir 33 talsins. Þessi mikla viðbót skýrist meðal annars af mikilli viðbót hjá WOW air en eins hafa nokkur erlend flugfélög bætt við flug hingað, til að mynda Wizz air sem núna flýgur hingað frá 5 borgum. Einnig hefur Icelandair lengt ferðatímabilið sitt til nokkurra borga. Þar með hafa flugfarþegar á Keflavíkurflugvelli úr meiru að moða en þrátt fyrir það þá er framboð á ferðum langmest til London og í öðru sæti kemur Kaupmannahöfn eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan en hann byggir á daglegum talningum Túrista á flugumferð um Keflavíkurflugvöll.