Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðarnar

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa úr töluverðu að moða yfir jólin. Ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa úr töluverðu að moða yfir jólin.
Á Þorláksmessu lentu sextíu farþegaþotur á Keflavíkurflugvelli og í dag eru gert ráð fyrir fjörtíu og tveimur flugvélum. Í þessum rúmlega eitt hundrað þotum eru sæti fyrir um 17 til 20 þúsund farþega og hlutfall erlenda ferðamanna um borð í vélunum er hátt. Það er alla vega raunin hjá Icelandair en félagið stendur undir um helmingi allra flugferða til og frá landinu í desember. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, talsmanns Icelandair, eru vélarnar sem koma í dag þéttbókaðar og eru útlendingar langstærsti hluti farþeganna á aðfangadag. Og þar sem Icelandair gerir hlé á áætlun sinni á jóladag þá má gera ráð fyrir að ferðamennirnir dvelji hér að minnsta kosti fram til annars í jólum. 

Sjöfalt fleiri flugferðir

Umferðin um Keflavíkurflugvöll yfir jól hefur aukist hratt síðustu ár og til að mynda lentu hér aðeins sex þotur á  aðfangadag árið 2011 og þær voru tíu ári síðar samkvæmt talningum Túrista. Þá var heldur ekki boðið upp á neinar ferðir á jóladag en á morgun koma hingað þrjár þotur á vegum Delta og Airberlin. Þessi stóraukni ferðamannastraumur hingað yfir jól kallar á miklar breytingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og til að mynda halda tvö stærstu rútufyrirtæki landsins uppi nærri hefðbundinni dagskrá yfir jól. Þannig mun á þriðja þúsund farþega fara í skoðunarferðir á jóladag á vegum Gray Line og farþegafjöldinn er álíka annan dag í jóla. Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða, segir alltaf vel bókað í ferðir yfir hátíðarnar en fyrirtækið býður meðal annars upp á sérstaka jólagöngu um Reykjavík í dag.

Margir á hestbak og í Bláa lónið  

Það er uppselt í alla útreiðatúra hjá Íshestum í dag og mun fyrirtækið í fyrsta skipti í ár hafa opið á jóladag. Sú nýbreytni mælist vel fyrir því að sögn Skarphéðins Steinarsson, framkvæmdastjóra, er nær uppselt í útreiðatúra morgundagsins. Í Bláa lóninu hefur opnunartíminn yfir jólin líka verið lengdur og segir Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að hátíðarnar séu vinsæll tími til að heimsækja Bláa Lónið „Það er nánast fullbókað hjá okkur og hafa langflestir gesta okkar pantað heimsókn sína með góðum fyrirvara. Til að mæta eftirspurn yfir hátíðarnar þá höfum við lengt opnunartíma miðað við það sem verið hefur undanfarin ár á t.d. Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og á gamlársdag.“

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …