Hlutdeild erlendu flugfélaganna eykst

Aldrei hafa jafn mörg flugfélög haldið uppi áætlunarferðum til og frá landinu yfir vetrarmánuðina og það dregur úr vægi þeirra íslensku. Aldrei hafa jafn mörg flugfélög haldið uppi áætlunarferðum til og frá landinu yfir vetrarmánuðina og það dregur úr vægi þeirra íslensku.
Í nóvember í fyrra og hittifyrra stóðu Icelandair og WOW air samanlagt fyrir rúmlega 8 af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli en í síðasta mánuði var hlutfallið komið niður í 77 prósent. Munar þar mestu um að vægi Icelandair dregst verulega saman þó flugfélagið hafi fjölgað ferðum sínum. Áður voru tvær af hverjum þremur brottförum í nóvember á vegum Icelandair en núna er félagið með aðra hvora ferð til og frá landinu. Þetta er mikil breyting á einu ári en hlutdeild WOW er komin upp í fjórðung eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. 
Í nóvember var að jafnaði farin 51 áætlunarferð frá Keflavíkurflugvelli á dag sem er fjölgun um 16 ferðir frá því í nóvember í fyrra. 
Þess ber að geta að talning Túrista nær aðeins til fjölda flugferða en ekki farþega enda eru þær tölur ekki opinberar.