Hótelin í Reykjavík meðal þeirra dýrustu í Evrópu

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Leita þarf til Monte Carlo og Genfar til að finna dýrari evrópsk hótel en þau í Reykjavík. Leita þarf til Monte Carlo og Genfar til að finna dýrari evrópsk hótel en þau í Reykjavík.
Gestir reykvískra hótela í desember hafa að jafnaði borgað tæpar 23 þúsund krónur að meðaltali fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt. Þetta er um þrjú þúsund krónum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt verðkönnunum fyrirtækisins Trivago sem ber saman leitarniðurstöður á meira en 200 hótelbókunarsíðum. Fyrirtækið birti í vikunni lista yfir hótelverð í desember í 50 evrópskum borgum en þar var Reykjavík ekki á meðal en samkvæmt svari fyrirtækisins til Túrista þá var meðalverðið í íslensku höfuðborginni 22.895 krónur sem er hærra en í öllum hinum borgunum að undanskildum Monte Carlo í Mónakó og Genf í Sviss. Þær tvær borgir eru alla jafna á listum yfir dýrustu borgir heims, ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka íbúana.
Í svari Trivago til Túrista kemur jafnframt fram að meðalverð á tveggja manna herbergi í Reykjavík hefur hækkað um nærri fimmtung í verði frá desember 2015. Þá var gistingin til að mynda nokkru dýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi en nú hefur staðan breyst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.