Nú geturðu fest ferðalagið á Kodak á ný

kodak ektra f

Sú tíð er löngu liðin að fólk taki með sér Kodak filmur í utanlandsferðina en nú gætu símtæki frá fyrirtækinu orðið hluti af farangrinum á ný. Sú tíð er löngu liðin að fólk taki með sér Kodak filmur í utanlandsferðina en nú gætu símtæki frá fyrirtækinu orðið hluti af farangrinum á ný.
Að fara með filmur í framköllun var lengi vel fastur liður við heimkomuna og þá þótti eftirsóknarvert að fá mynd merkta sem „tilvalin til stækkunar“ í Hans Petersen. Stafrænar myndarvélar og síðar snjallsímar hafa hins vegar nánast gert út af við orðið framköllun og um leið fyrirtækið Kodak. Filmuframleiðandinn er þó ennþá sprikklandi og setti nýverið á markað snjallsíma sem nefnast Kodak Ektra.
Í þessu nýja tæki er megin áhersla lögð á myndgæðin enda minnir síminn óneitanlega gamla myndavél og utan um hann er hægt að fá leðurtösku eins og þær sem túristar höfðu áður um hálsinn. Kodak Ektra síminn notast við Android stýrikerfið og kostar um 63 þúsund krónur á heimasíðu Kodak í Bretlandi.