Ódýrt flug en fínt hótel í Madríd, París, Berlín og Amsterdam

paris Ile de la cite

Er lágt flugfargjald ekki ágætis réttlæting fyrir því að bóka frekar fínt hótel? Er lágt flugfargjald ekki ágætis réttlæting fyrir því að bóka frekar fínt hótel?
Það er frekar dauft yfir ferðaþjónustunni í evrópskum borgum á fyrsta ársfjórðungi og þá bjóðast oft lág fargjöld og ódýrar gistingar. Og vegna þess hve samkeppnin er mikil í flugi til og frá landinu og gengi krónunnar sterkt þá er hægt að setja saman mjög ódýrar borgarferðir næstu mánuði. Þeir sem vilja hins vegar búa á frekar fallegu hóteli þar sem gaman er að vera geta í þessari viku fundið nokkur góð tilboð á vef Tablet Hotels. En sú bókunarsíða sérhæfir sig í gistingu á svokölluðum „Boutique“ og „Design“ hótelum. Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi fyrir flug og gistingu fyrir þá sem gætu hugsað sér að skreppa til Madrídar, Parísar, Amsterdam eða Berlínar í byrjun næsta árs.

Madríd

tablet madridÍ fyrsta skipti í vetur er í boði beint flug héðan til höfuðborgar Spánar því þotur Norwegian munu fljúga á milli alla þriðjudaga og laugardaga. Flugið, báðar leiðir, kostar flestar helgar í janúar, febrúar og mars aðeins 16.554 krónur en borga þarf aukalega fyrir farangur. Og flestar þessar helgar er hægt að fá sérkjör á þremur góðum hótelum þar í borg; Totem (frá 14.500 kr.), Me Madrid (frá 19þús. kr.) og Urso (19 þús. kr.). Tveggja manna herbergi kosta á bilinu 15 til 19 þúsund krónur.

París

tablet parisUmferðin til Parísar frá Keflavíkurflugvelli hefur aldrei verið meiri. Nú lendir Icelandair bæði á Charles de Gaulle og Orly flugvelli og vélar WOW halda til þess fyrrnefnda. Daglega er því úr nokkrum brottförum að velja og ódýrustu miðarnir fyrstu þrjá mánuði næsta árs kosta frá 11 þúsund krónum hjá WOW (auk farangursgjalds) en 15 þúsund hjá Icelandair. Á útsölu Tablet er að finna þrjú hótel og eitt íbúðarhótel í borginni. Hotel Adéle&Jules (frá 22þús. kr), Bachaumont (frá 17.500 kr), Duo (fr. 15.500 kr) og íbúðir hjá Residence Nell (frá 27þús kr.).

Amsterdam og Berlín

tablet amsterdam berlinLíkt og til Parísar fljúga bæði íslensku félögin jafnt og þétt til Amsterdam og lægstu fargjöldin eru svipuð og til frönsku höfuðborgarinnar. Á Sir Albert hótelinu kostar nóttin frá 17 þúsund kr. Til Berlínar fljúga svo WOW air (frá 8 þúsund kr.) og Airberlin (frá. 12 þúsund kr). og þar kostar ódýrasta nóttin á Titanic Gendarmenmarkt aðeins um 13 þúsund krónur á því hóteli er tyrknesk spa með hamam.