10 rauðir dagar í ár

flugfarthegi

Ef þú þarft fljót­lega að skila inn orlofsóskum þá eru þetta dagarnir sem gott gæti verið að taka með í reikn­inginn til að teygja á fríinu. Ef þú þarft fljót­lega að skila inn orlofsóskum þá eru þetta dagarnir sem gott gæti verið að taka með í reikn­inginn til að teygja á fríinu.
Árið sem er nýliðið bauð aðeins upp á 10 lögbundna frídaga á virkum dögum sem var einum degi minna en í hittifyrra og tveimur færra en árið 2014. Í ár verða rauðu dagarnir aftur aðeins tíu talsins enda byrjar árið á sunnu­degi og nýárs­dagur þar af leið­andi ekki rauður. Á móti kemur að 1. maí verður á mánu­degi og eins fæst lengra jólafrí næsta desember en í þeim síðast­liðna. Þjóð­há­tíð­ar­dag­urinn færist hins vegar frá virkum degi og yfir á helgi í ár.
Það sem er einnig ólíkt með nýja árinu og því gamla er að hvíta­sunnan er ekki fyrr en í byrjun júní og gæti því núna nýst sem hluti af sumar­fríi og á sama hátt er uppstign­ing­ar­dagur ekki fyrr en í lok maí eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan. Þeir sem setja stefnuna helg­ar­ferð í vor þurfa því í flestum til fellum að fá frí hjá vinnu­veit­enda nema farið sé út í kringum 1. maí.

Rauðir dagar 2017

Skír­dagur, 13.apríl — fimmtu­dagur
Föstu­dag­urinn langi, 14.apríl — föstu­dagur
Annar í páskum, 17.apríl — mánu­dagur
Sumar­dag­urinn fyrsti, 20.apríl — fimmtu­dagur
Baráttu­dagur verka­lýðsins, 1.maí — mánu­dagur
Uppstign­ing­ar­dagur, 25.maí — fimmtu­dagur
Annar í hvíta­sunnu, 5.júní — mánu­dagur
Frídagur versl­un­ar­manna, 7.ágúst — mándagur
Jóla­dagur, 25.desember — mánu­dagur
Annar í jólum, 26.desember — þriðju­dagur

Í upphaf­legri útgáfu frétt­ar­innar var fullyrt að rauðu dagarnir yrðu 11 talsins og þá var gert ráð fyrir að 17.júní yrði á föstu­degi en ekki laug­ar­degi. Beðist er velvirð­ingar á þessu.
HÉR MÁ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM