10 rauðir dagar í ár

flugfarthegi

Ef þú þarft fljótlega að skila inn orlofsóskum þá eru þetta dagarnir sem gott gæti verið að taka með í reikninginn til að teygja á fríinu.
Árið sem er nýliðið bauð aðeins upp á 10 lögbundna frídaga á virkum dögum sem var einum degi minna en í hittifyrra og tveimur færra en árið 2014. Í ár verða rauðu dagarnir aftur aðeins tíu talsins enda byrjar árið á sunnudegi og nýársdagur þar af leiðandi ekki rauður. Á móti kemur að 1. maí verður á mánudegi og eins fæst lengra jólafrí næsta desember en í þeim síðastliðna. Þjóðhátíðardagurinn færist hins vegar frá virkum degi og yfir á helgi í ár.
Það sem er einnig ólíkt með nýja árinu og því gamla er að hvítasunnan er ekki fyrr en í byrjun júní og gæti því núna nýst sem hluti af sumarfríi og á sama hátt er uppstigningardagur ekki fyrr en í lok maí eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þeir sem setja stefnuna helgarferð í vor þurfa því í flestum tilfellum að fá frí hjá vinnuveitenda nema farið sé út í kringum 1. maí.

Rauðir dagar 2017

Skírdagur, 13.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 14.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 17.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 20.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – mánudagur
Uppstigningardagur, 25.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 5.júní – mánudagur
Frídagur verslunarmanna, 7.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – mánudagur
Annar í jólum, 26.desember – þriðjudagur

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að rauðu dagarnir yrðu 11 talsins og þá var gert ráð fyrir að 17.júní yrði á föstudegi en ekki laugardegi. Beðist er velvirðingar á þessu.
HÉR MÁ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM