Samfélagsmiðlar

534 þúsund farþegar flugu milli Íslands og Kaupmannahafnar

kaupmannahof farthegar

Nærri 100 þúsund fleiri nýttu sér áætlunarflugið milli Keflavíkurflugvallar og stærstu flughafnar Norðurlanda í fyrra. Í fyrsta skipti voru íslensku flugfélögin ekki ein um ferðirnar. Nærri 100 þúsund fleiri nýttu sér áætlunarflugið milli Keflavíkurflugvallar og stærstu flughafnar Norðurlanda í fyrra. Í fyrsta skipti voru íslensku flugfélögin ekki ein um ferðirnar.
Fyrir utan London er Kaupmannahöfn sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli og hafa ferðirnar þangað staðið undir um tíund af öllu flugi íslensku flugfélaganna tveggja. Þrátt fyrir alla þessa umferð hafa dönsk flugfélög ekki boðið upp á reglulegar ferðir hingað um langt skeið en á því varð breyting í lok vetrar þegar þotur SAS hófu að fljúga hingað daglega frá Kaupmannahöfn. Þar með fjölgaði brottförunum til Danmerkur töluvert og samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli þá nýttu 534.307 farþegar sér Íslandsflugið í fyrra en þeir voru um 437 þúsund í fyrra. Farþegunum fjölgaði s.s. um nærri 100 þúsund á milli ára og að jafnaði flugu nærri 1500 farþegar á dag á milli Íslands og Kaupmannahafnar í fyrra. Þess ber að geta að hver farþegi er talinn bæði á leiðinni út og heim. 

2 af þremur með Icelandair 

Daglega fara þotur Icelandair tvær til fimm ferðir til höfuðborgar Danmerkur og í fyrra nýttu rúmlega 354 þúsund farþegar sé þetta áætlunarflug. Það er aukning um 5 prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli og var Icelandair þrettánda umsvifamesta flugfélagið í þessari stærstu flughöfn Norðurlanda í fyrra. Aðeins eru gefnar upplýsingar um farþegafjölda 20 stærstu flugfélaganna á Kastrup og þar með fást ekki tölur um farþegafjölda WOW air til og frá Kaupmannahöfn eða hversu margir nýttu sér áætlunarflug SAS til Íslands. En út frá heildarfjöldanum og farþegatölu Icelandair þá má sjá að tveir af hverjum þremur farþegum sem flugu milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar í fyrra sátu í þotum Icelandair. Þetta er nokkru lægra hlutfall en síðustu ár því þá hefur félagið flutt um það bil 3 af hverjum 4 farþegum. Hlutdeild Icelandair í Kaupmannahafnarfluginu hefur því dregist saman þó félagið hafi flutt fleiri farþega til og frá dönsku höfuðborginni í fyrra. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að umferðin á flugleiðinni hefur aukist til muna og til að mynda fjölgaði ferðunum í júlí sl. um fjórðung samkvæmt talningum Túrista. Þá var boðið upp á samtals 204 brottfarir héðan til Kaupmannahafnar en yfir hásumarið nær umferðin til borgarinanr hámarki öfugt við það sem gerist í Lundúnarfluginu sem dregst saman á sumrin. 

Fjöldi danskra ferðamanna stendur í stað

Í fyrra komu hingað 50 þúsund danskir ferðamenn sem er sami fjöldi og árið á undan samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Dönskum túristum hér fjölgaði því ekki þrátt fyrir auknar flugsamgöngur. Aftur á móti varð fjórðungs aukning í komum Svía en vegna legu Kaupmannahafnarflugvallar og mikils framboðs á flugi þaðan þá er hann vel nýttur af íbúum Suður-Svíþjóðar. Það er því óhætt að fullyrða að Íslandsflugið frá Kastrup hafi verið ein helsta ástæða þess að sænskum ferðamönnum fjölgaði svo mikið á Íslandi í fyrra. Íslendingar flugu líka oftar til Kaupmannahafnar í fyrra því samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar þá fjölgaði íslenskum hótelgestum í borginni um nærri tíund á milli ára. 

Farþegar víða að

Það eru hins vegar ekki aðeins Íslendingar og Danir sem nýta sér flugið milli landanna tveggja. Um helmingur farþega Icelandair og WOW eru skiptifarþegar á leið yfir hafið og millilenda því aðeins hér og koma þar með ekki inn í landið. Áætlanir SAS gerðu líka ráð fyrir því að flug félagsins hingað kæmu frá meginlandi Evrópu líkt og kom fram í viðtali við Túrista við forstöðumann leiðakerfis skandinavíska flugfélagsins.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …