Bílastæðagjöld verði nýtt til álagsstýringar við ferðamannastaði

island jokulsarlon

Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir bílastæðagjöldin sem boðuð eru í stjórnarsáttmálanum geta haft tækifæri í för með sér. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir bílastæðagjöldin sem boðuð eru í stjórnarsáttmálanum geta haft tækifæri í för með sér.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar var sérstök gjaldtaka í ferðaþjónustu mikið rædd og þá sérstaklega svokallaður náttúrupassi. Umræðunni um hann lauk hins vegar þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra ferðamála, dróg frumvarp sitt um passann tilbaka vorið 2015. Í kjölfarið var hins vegar lagður 11 prósent virðisaukaskattur á ferðaþjónustufyrirtæki sem áður höfðu verið undanþegin skattinum. Í lok síðasta árs var svo gistináttagjaldið hækkað úr 100 krónum í 300 krónur og tekur sú breyting gildi 1. september nk.

Fylgjandi greiðslu fyrir gott stæði og boðleg salerni

Auknar álögur eru í farvatninu því í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar eru talað um „skynsamlega gjaldtöku“ í ferðaþjónustu og bílastæðagjöld nefnd sem dæmi um slíkt. Aðspurður um þetta væntanlega gjald segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, að samtökin hafi talað fyrir því að greitt sé fyrir virðisaukandi þjónustu og í því geti falist greiðsla fyrir gott bílastæði, boðleg salerni og fleira. „Það sem við viljum þó leggja áherslu á, komi til innheimtu bílastæðagjalda, að það verði einnig nýtt til álagsstýringar þar sem því verður við komið og nauðsyn kallar á.“ 

Útfærsla gjaldtökunnar á Þingvöllum vonbrigði

Dæmi um þess háttar álagsstýringu, að sögn Þóris, eru tímabundin bílastæði eða mismunandi gjald yfir daginn. Þá yrði dýrast að leggja á þeim tímum þar sem álagið er mest en jafnvel frítt þegar fáir eru á ferðinni. Þessi aðferð var hins vegar ekki notuð þegar bílastæðagjald var tekið upp á Þingvöllum í fyrra því þar er gjaldið alltaf það sama og greitt er fyrir einn sólarhring í einu. Þórir segir að sú útfærsla hafi valdið miklum vonbrigðum því ekki hefði veitt af því að nota að bílastæðagjöldin til að dreifa álaginu í þjóðgarðinum.