Samfélagsmiðlar

Bílastæðagjöld verði nýtt til álagsstýringar við ferðamannastaði

island jokulsarlon

Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir bílastæðagjöldin sem boðuð eru í stjórnarsáttmálanum geta haft tækifæri í för með sér. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir bílastæðagjöldin sem boðuð eru í stjórnarsáttmálanum geta haft tækifæri í för með sér.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar var sérstök gjaldtaka í ferðaþjónustu mikið rædd og þá sérstaklega svokallaður náttúrupassi. Umræðunni um hann lauk hins vegar þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra ferðamála, dróg frumvarp sitt um passann tilbaka vorið 2015. Í kjölfarið var hins vegar lagður 11 prósent virðisaukaskattur á ferðaþjónustufyrirtæki sem áður höfðu verið undanþegin skattinum. Í lok síðasta árs var svo gistináttagjaldið hækkað úr 100 krónum í 300 krónur og tekur sú breyting gildi 1. september nk.

Fylgjandi greiðslu fyrir gott stæði og boðleg salerni

Auknar álögur eru í farvatninu því í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar eru talað um „skynsamlega gjaldtöku“ í ferðaþjónustu og bílastæðagjöld nefnd sem dæmi um slíkt. Aðspurður um þetta væntanlega gjald segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, að samtökin hafi talað fyrir því að greitt sé fyrir virðisaukandi þjónustu og í því geti falist greiðsla fyrir gott bílastæði, boðleg salerni og fleira. „Það sem við viljum þó leggja áherslu á, komi til innheimtu bílastæðagjalda, að það verði einnig nýtt til álagsstýringar þar sem því verður við komið og nauðsyn kallar á.“ 

Útfærsla gjaldtökunnar á Þingvöllum vonbrigði

Dæmi um þess háttar álagsstýringu, að sögn Þóris, eru tímabundin bílastæði eða mismunandi gjald yfir daginn. Þá yrði dýrast að leggja á þeim tímum þar sem álagið er mest en jafnvel frítt þegar fáir eru á ferðinni. Þessi aðferð var hins vegar ekki notuð þegar bílastæðagjald var tekið upp á Þingvöllum í fyrra því þar er gjaldið alltaf það sama og greitt er fyrir einn sólarhring í einu. Þórir segir að sú útfærsla hafi valdið miklum vonbrigðum því ekki hefði veitt af því að nota að bílastæðagjöldin til að dreifa álaginu í þjóðgarðinum.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …