Samfélagsmiðlar

Ríkisskattstjóri haft afskipti af hundruðum mála tengdum ferðaþjónustunni

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna. Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna.
Um áramót gengu í gildi nýjar og strangari reglur um skammatímaleigu á húsnæði. Nú verða allir leigusalar að skrá eignir sínar og í framhaldinu mega þeir að hámarki leigja út í 90 daga á ári og tekjurnar skulu ekki fara yfir 2 milljónir á tímabilinu. Allt umfram þetta er brot á lögum um heimagistingu og geta sektirnar numið allt að einni milljón króna. Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem heldur utan um skráningu og hefur eftirlit með að nýju reglunum sé fylgt og munu starfsmenn embættisins halda úti athugunum á bókunarvefjum eins og Airbnb en þar eru leigusalar til að mynda skyldugir til að birta áður nefnd skráningarnúmer. Sýslumaðurinn tekur einnig við ábendingum frá almennum borgurum um hugsanleg brot á reglum um heimagistingu líkt og Túristi greindi frá.

Skráningu ábótavant

Eftirlit með tekjum af skammtímaleigu og greiðslu gistináttaskatts er hins vegar í höndum skattayfirvalda og samkvæmt svari frá ríkisskattstjóra þá hefur embættið skoðað ýmsa þætti í ferðaþjónustu og það hefur haft í för með sér leiðbeiningar eða endurákvarðanir í hundruðum mála, þar á meðal hjá einyrkjum. En endurspegla tekjur ríkisins af gistináttagjaldi aukin umsvif fyrirtækja eins og Airbnb hér á landi? „Það er mat ríkisskattstjóra að skráningu aðila á gistináttaskrá sé nokkuð ábótavant og skráningin sem slík gefi því ekki rétta mynd af framtöldum tekjum vegna þessarar starfsemi. Útleiga fyrir milligöngu Airbnb leiðir þó ekki ein og sér til skráningar á gistináttaskrá þar sem umsvif og fleira eru forsendur skráningar. Aðilar eru þannig færðir á skrá að eigin frumkvæði eða eftir því sem uppgötvast við eftirlit.” En hefur embættið tök á því að fylgjast með því að leigutekjur einstaklinga fari ekki yfir hið nýja 2 milljón króna hámark, t.d. með því að skoða erlendar greiðslur til íslenskra leigusala? „Aðkoma ríkisskattstjóra er með sama hætti og varðar alla skattskylda aðila og almennt eftirlit með því að skattskyldar tekjur skili sér.”

Ekkert samstarf við Airbnb

Reynsla yfirvalda í París og víðar er sú að skattar tengdir útleigu á íbúðahúsnæði til ferðamanna skili sér illa og því hafa Airbnb og önnur sambærileg fyrirtæki verið skikkuð til að innheimta hótelskatta í frönsku höfuðborginni. Talsmaður Airbnb sagði í svari til Túrista í síðustu viku að fyrirtækið gæti einnig unnið með íslenskum skattayfirvöldum að þess háttar innheimtu. Þessi leið hefur ekki verið skoðuð hér á landi því samkvæmt svari frá embætti ríkisskattstjóra þá er framkvæmdin í dag í samræmi við gildandi rétt og breytingar á honum eru ekki alfarið á valdsviði embættisins.

 
Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …