Samfélagsmiðlar

Ríkisskattstjóri haft afskipti af hundruðum mála tengdum ferðaþjónustunni

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna. Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna.
Um áramót gengu í gildi nýjar og strangari reglur um skammatímaleigu á húsnæði. Nú verða allir leigusalar að skrá eignir sínar og í framhaldinu mega þeir að hámarki leigja út í 90 daga á ári og tekjurnar skulu ekki fara yfir 2 milljónir á tímabilinu. Allt umfram þetta er brot á lögum um heimagistingu og geta sektirnar numið allt að einni milljón króna. Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem heldur utan um skráningu og hefur eftirlit með að nýju reglunum sé fylgt og munu starfsmenn embættisins halda úti athugunum á bókunarvefjum eins og Airbnb en þar eru leigusalar til að mynda skyldugir til að birta áður nefnd skráningarnúmer. Sýslumaðurinn tekur einnig við ábendingum frá almennum borgurum um hugsanleg brot á reglum um heimagistingu líkt og Túristi greindi frá.

Skráningu ábótavant

Eftirlit með tekjum af skammtímaleigu og greiðslu gistináttaskatts er hins vegar í höndum skattayfirvalda og samkvæmt svari frá ríkisskattstjóra þá hefur embættið skoðað ýmsa þætti í ferðaþjónustu og það hefur haft í för með sér leiðbeiningar eða endurákvarðanir í hundruðum mála, þar á meðal hjá einyrkjum. En endurspegla tekjur ríkisins af gistináttagjaldi aukin umsvif fyrirtækja eins og Airbnb hér á landi? „Það er mat ríkisskattstjóra að skráningu aðila á gistináttaskrá sé nokkuð ábótavant og skráningin sem slík gefi því ekki rétta mynd af framtöldum tekjum vegna þessarar starfsemi. Útleiga fyrir milligöngu Airbnb leiðir þó ekki ein og sér til skráningar á gistináttaskrá þar sem umsvif og fleira eru forsendur skráningar. Aðilar eru þannig færðir á skrá að eigin frumkvæði eða eftir því sem uppgötvast við eftirlit.” En hefur embættið tök á því að fylgjast með því að leigutekjur einstaklinga fari ekki yfir hið nýja 2 milljón króna hámark, t.d. með því að skoða erlendar greiðslur til íslenskra leigusala? „Aðkoma ríkisskattstjóra er með sama hætti og varðar alla skattskylda aðila og almennt eftirlit með því að skattskyldar tekjur skili sér.”

Ekkert samstarf við Airbnb

Reynsla yfirvalda í París og víðar er sú að skattar tengdir útleigu á íbúðahúsnæði til ferðamanna skili sér illa og því hafa Airbnb og önnur sambærileg fyrirtæki verið skikkuð til að innheimta hótelskatta í frönsku höfuðborginni. Talsmaður Airbnb sagði í svari til Túrista í síðustu viku að fyrirtækið gæti einnig unnið með íslenskum skattayfirvöldum að þess háttar innheimtu. Þessi leið hefur ekki verið skoðuð hér á landi því samkvæmt svari frá embætti ríkisskattstjóra þá er framkvæmdin í dag í samræmi við gildandi rétt og breytingar á honum eru ekki alfarið á valdsviði embættisins.

 
Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …