Samfélagsmiðlar

Ríkisskattstjóri haft afskipti af hundruðum mála tengdum ferðaþjónustunni

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna. Á sama tíma og mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu hafa skattaundanskot í greininni verið til umræðu og sérstaklega í kringum leigu á húsnæði til ferðamanna.
Um áramót gengu í gildi nýjar og strangari reglur um skammatímaleigu á húsnæði. Nú verða allir leigusalar að skrá eignir sínar og í framhaldinu mega þeir að hámarki leigja út í 90 daga á ári og tekjurnar skulu ekki fara yfir 2 milljónir á tímabilinu. Allt umfram þetta er brot á lögum um heimagistingu og geta sektirnar numið allt að einni milljón króna. Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem heldur utan um skráningu og hefur eftirlit með að nýju reglunum sé fylgt og munu starfsmenn embættisins halda úti athugunum á bókunarvefjum eins og Airbnb en þar eru leigusalar til að mynda skyldugir til að birta áður nefnd skráningarnúmer. Sýslumaðurinn tekur einnig við ábendingum frá almennum borgurum um hugsanleg brot á reglum um heimagistingu líkt og Túristi greindi frá.

Skráningu ábótavant

Eftirlit með tekjum af skammtímaleigu og greiðslu gistináttaskatts er hins vegar í höndum skattayfirvalda og samkvæmt svari frá ríkisskattstjóra þá hefur embættið skoðað ýmsa þætti í ferðaþjónustu og það hefur haft í för með sér leiðbeiningar eða endurákvarðanir í hundruðum mála, þar á meðal hjá einyrkjum. En endurspegla tekjur ríkisins af gistináttagjaldi aukin umsvif fyrirtækja eins og Airbnb hér á landi? „Það er mat ríkisskattstjóra að skráningu aðila á gistináttaskrá sé nokkuð ábótavant og skráningin sem slík gefi því ekki rétta mynd af framtöldum tekjum vegna þessarar starfsemi. Útleiga fyrir milligöngu Airbnb leiðir þó ekki ein og sér til skráningar á gistináttaskrá þar sem umsvif og fleira eru forsendur skráningar. Aðilar eru þannig færðir á skrá að eigin frumkvæði eða eftir því sem uppgötvast við eftirlit.” En hefur embættið tök á því að fylgjast með því að leigutekjur einstaklinga fari ekki yfir hið nýja 2 milljón króna hámark, t.d. með því að skoða erlendar greiðslur til íslenskra leigusala? „Aðkoma ríkisskattstjóra er með sama hætti og varðar alla skattskylda aðila og almennt eftirlit með því að skattskyldar tekjur skili sér.”

Ekkert samstarf við Airbnb

Reynsla yfirvalda í París og víðar er sú að skattar tengdir útleigu á íbúðahúsnæði til ferðamanna skili sér illa og því hafa Airbnb og önnur sambærileg fyrirtæki verið skikkuð til að innheimta hótelskatta í frönsku höfuðborginni. Talsmaður Airbnb sagði í svari til Túrista í síðustu viku að fyrirtækið gæti einnig unnið með íslenskum skattayfirvöldum að þess háttar innheimtu. Þessi leið hefur ekki verið skoðuð hér á landi því samkvæmt svari frá embætti ríkisskattstjóra þá er framkvæmdin í dag í samræmi við gildandi rétt og breytingar á honum eru ekki alfarið á valdsviði embættisins.

 
Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …