Innanlandsflug gæti fengið ríkisstyrk

akureyri egilsstadir

Innanlandsflug verður ekki útilokað lengur frá styrkjum en aðeins hafa borist þrjár umsóknir um styrki fyrir millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða. Innanlandsflug verður ekki útilokað lengur frá styrkjum en aðeins hafa borist þrjár umsóknir um styrki fyrir millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða.
Síðastliðið haust samþykkti ríkisstjórn Íslands stofnun Flugþróunarsjóðs en markmiðið með honum er að efla millilandaflug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 300 milljónir króna á ári til ársins 2019 auk 100 milljóna króna fyrir síðasta ár. Samtals verður því milljarður settur í þetta verkefni að því gefnu að einhver flugfélög sýni reglulegu millilandaflugi frá landsbyggðinni áhuga.
Í fyrra bárust þrjár umsóknir til sjóðsins og þar af afgreiddi stjórn hans eina, 10 milljón króna styrk í tengslum við flug frá London til Egilsstaða sl. sumar.
Ekki hafa borist frekari umsóknir í ár samkvæmt upplýsingum frá Flugþróunarsjóði og þar sem áætlanir flugfélaga eru alla jafna kynntar með góðum fyrirvara er ekki útlit fyrir að það gangi verulega á fjármagn sjóðsins í ár. 

Innanlandsfulug líka gjaldgengt

Í reglum Flugþróunarsjóðs segir að það sé forsenda styrkveitingar úr honum að um sé að ræða beint flug frá útlöndum og þar með er allt innanlandsflug útilokað frá styrkjum. Samkvæmt heimildum Túrista stendur hins vegar til að gera breytingar reglunum og opna fyrir styrki fyrir innanlandflug í tengslum við millilandaflug. Ef af þessu verður þá gætu til að mynda forsvarsmenn Flugfélags Íslands sótt um styrk fyrir áætlunarflug félagsins milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar sem hefst í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu þá er von á tilkynningu um breytingar á reglum sjóðsins á næstu dögum.