Samfélagsmiðlar

Allt að 1 milljón í sekt vegna heimagistingar

reykjavik Tim Wright

Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði. Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði.
Frá og með gærdeginum takmarkast skammtímaleiga á íbúðahúsnæði við 90 daga á almanaksárinu og hámarkstekjur af útleigunni mega ekki nema meira en 2 milljónum yfir árið. Hver einstaklingur getur skipt þessum 90 dögum milli tveggja eigna, til dæmis íbúðarhúsnæði og sumarbústaðar. Með breytingunum er verið að skýra betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu einstaklinga gegnum deilihagkerfið samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu.
En líkt og kom fram í nýlegri úttekt Íslandsbanka þá var að jafnaði áttunda hver íbúð í miðborg Reykjavíkur leigð út til ferðamanna í júlí sl. á vegum Airbnb. Umsvif þessa bandaríska fyrirtækisins hafa vaxið mjög hratt hér á landi í takt við aukin ferðamannastraum og samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista í janúar 2016 þá hafði fjöldi íslenskra skráninga hjá Airbnb tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og fyrirtækið hafði þá á sínum snærum fleiri gistikosti hér á landi en þrjár stærstu hótelkeðjur landsins samanlagt.

Leyfisnúmer komi fram í auglýsingum

Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem fer með eftirlit með heimagistingu samkvæmt reglugerð nýju laganna og verða allir leigusalar að skrá fasteignir sínar hjá embættinu og kostar það 8 þúsund krónur. Ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð verður lögð á eigandann stjórnvaldssekt og getur upphæð hennar numið frá 10 þúsund kr. upp í eina milljón kr. Skráningarnúmerið sem fæst hjá sýslumanni skal jafnframt nota í markaðssetningu á fasteigninni, t.d. á bókunarvefsíðum eins og Airbnb. Samkvæmt lauslegri athugun Túrista eru skráningarnúmer ennþá ekki sýnileg á auglýsingum Airbnb á íslenskum gistikostum.

Spurningar og svör varðandi heimagistingu – Frá Atvinnuvegaráðuneytinu

Hvað má leigja fasteign út í marga daga þannig að hún falli undir reglur um heimagistingu?
Svar: 90 daga á ári.

Hvað má leigja út margar fasteignir?
Svar: Tvær eignir.

Hvað þarf að gera ef leigja á út herbergi, íbúð eða sumarbústað í heimagistingu?
Svar: Skrá viðkomandi eign hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og fá starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd. Eignin fær svo úthlutað skráningarnúmeri sem þarf að nota við markaðssetningu.

Hver sér um eftirlit með heimagistingu?
Svar: Lögreglustjórar hafa áfram eftirlit með framkvæmd laganna skv. 21. gr. laganna. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar eftirlit með heimagistingu og mun hann til dæmis fylgjast með því að skráningarnúmer sé notað á þeim miðlum sem notaðir eru til að auglýsa heimagistingu.

Hvað þarf að gera ef leyfi fyrir heimagistingu er þegar fyrir hendi á grundvelli eldri laga og ætlunin er að leigja eignina meira en 90 daga á ári?
Svar: Leyfið gildir út gildistímann. Þegar það rennur út þarf að sækja um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II.

Hvað gerist ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð hjá Sýslumanni?
Svar: Þá verður lögð á stjórnvaldssekt sem getur numið allt að einni milljón króna.

Er mikilvægt að nota skráningarnúmerið í öllum auglýsingum?
Svar: Já, það er lögbundin skylda. Brot á því getur valdið stjórnvaldssekt.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …