Tilboðsverðið hæst á reykvískum hótelum

hotelrum nik lanus

Þessa dagana auglýsir eitt stærsta hótelbókunarfyrirtæki heims sérkjör á norrænum hótelum. Verðið er hæst í íslensku höfuðborginni. Þessa dagana auglýsir eitt stærsta hótelbókunarfyrirtæki heims sérkjör á norrænum hótelum. Verðið er hæst í íslensku höfuðborginni.
Ef þú bókar gistingu á fjögurra stjörnu hótel í Reykjavík fram til loka maímánaðar þá borgarðu að jafnaði um 24 þúsund krónur fyrir nóttina. Í Kaupmannahöfn kostar nóttin á sambærilegu hóteli tæplega 20 þúsund og ríflega 14 þúsund í Bergen í Noregi en í þessum þremur borgum er gistingin dýrust á sérstakri Norðurlandaútsölu hótelbókunarfyrirtækisins Hotels.com sem nú stendur yfir. Sá sem lætur sér nægja þriggja stjörnu gistingu borgar líka mun meira í Reykjavík en í hinum borgunum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Athygli vekur að verðlagið í Reykjavík sker sig úr þegar kemur að fimm stjörnu hótelum en þegar leitað er eftir þess háttar lúxus í Reykjavík hjá Hotels.com kemur aðeins upp Diamond Suites í Reykjanesbæ.