Ísland vinsælt þrátt fyrir ferðamannastrauminn

reykjavik Tim Wright

Þrátt fyrir frekar neikvæða umfjöllun heimspressunnar um fjölgun ferðalanga hér á landi þá er Ísland annar vinsælasti áfangastaðurinn hjá notendum einnar stærstu ferðaleitarvélarinnar vestanhafs. Þrátt fyrir frekar neikvæða umfjöllun heimspressunnar um fjölgun ferðalanga hér á landi þá er Ísland annar vinsælasti áfangastaðurinn hjá notendum einnar stærstu ferðaleitarvélarinnar vestanhafs.
Í fyrra komu hingað ríflega 415 þúsund bandarískir túristar og fjölgaði þeim um 71 prósent frá árinu á undan. Engin þjóð er fjölmennari í hópi ferðamanna hér á landi og þessar miklu vinsældir Íslands meðal Bandaríkjamanna fóru ekki fram hjá fjölmiðlum þar í landi. Og stundum var tónninn frekar neikvæður og því meðal annars haldið fram að á Íslandi væru fleiri Bandaríkjamenn en heimamenn. Á sama hátt mætti segja að ríflega sex sinnum fleiri túristar en New York búar hafi farið um götur Manhattan í fyrra því rúmlega 60 milljónir ferðamanna lögðu leið sín til New York í fyrra. Þar í borg, líkt og hér á landi, dreifast gestakomurnar nokkuð jafnt yfir árið enda takmarkast flugsamgöngurnar ekki við sumarið eða annan árstíma. Frá Keflavíkurflugvelli er til að mynda allt árið um kring til fleiri bandarískra borga en frá stærstu flugvöllum frændþjóðanna.
 
Umfjöllun um ferðamannastrauminn hingað virðist hins vegar ekki draga úr áhuga Bandaríkjamanna á Íslandsferðum því samkvæmt nýjum lista ferðavefsins Kayak þá hafa notendur síðunnar gert nærri tvöfalt fleiri leitir eftir flugmiðum til Íslands undanfarið en þeir gerðu á sama tíma fyrir ári síðan. Aðeins Havana á Kúbu kemst hærra á listann yfir þá erlendu áfangastaði sem hafa aukið vinsældir sínar svona mikið en hafa ber í huga að beint flug frá Bandaríkjunum til Kúbu var fyrst leyft á ný á síðasta ári. Í þriðja sæti er Auckland á Nýja Sjálandi, Balí er í fjórða og Tókýó í því fimmta. Lissabon en eina aðra evrópska borgin á lista Kayak og er sú portúgalska í áttunda sæti.

Sú staðreynd að Reykjavík kemst svona ofarlega á blað hjá Kayak er svo ástæðan fyrir því að bissnessritið Forbes setur Ísland á lista yfir þá ferðamannastaði í ár sem eru mest í tísku og í blaðið nefnir einnig hinn átta herbergja gististað Tower Suites í Höfðaborg í Reykjavík sem gott dæmi um nýjustu strauma og stefnur í ferðaþjónustunni enda væri fólk sífellt að leita í minni og persónulegri gistingu.