Ljósin slökkna á Piccadilly Circus

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Flennistórt auglýsingaskilti hefur lengi sett sterkan svip á eitt fjölfarnasta torgið í London. Þar verður hins vegar engin ljósasýning næstu mánuði. Flennistórt auglýsingaskilti hefur lengi sett sterkan svip á eitt fjölfarnasta torgið í London. Þar verður hins vegar engin ljósasýning næstu mánuði.
Þó stórborgin London hafi upp á ótalmargt að bjóða þá eru töluverðar líkur á að þeir ferðamenn sem þangað koma eigi leið um Piccadilly Circus einu sinni eða oftar á meðan á dvöl þeirra í stendur. Þetta fræga torg er nefnilega einn af miðpunktum bresku höfuðborgarinnar og árlega munu um 70 milljónir gangandi vegfarenda og 30 milljónir ökutækja eiga leið þar um. 
Og vegna þess hve umferðin um torgið er þung þá hafa auglýsendur um langt skeið keppst um að koma vörumerkjum sínum að á hinu stóra ljósaskilti sem þar gnæfir yfir.

Fá auglýsingahlé í seinni tíð

Á mánudaginn tók hins vegar auglýsingasalinn við Piccadilly Circus skiltið úr sambandi en það gerðist víst síðast við útför Díönu prinsessu. Núna stendur hins vegar ekki til að kveikja á ný fyrr en í haust en leita þarf aftur til seinni heimstyrjaldarinnar til að finna tímabil þar sem slökkt hefur verið á skiltinu svona lengi. Þá var reyndar slökkt í nærri áratug meðal annars af ótta við að torgið yrði skotmark í loftárasum nasista á Bretland.

Skannar nálæga snjallsíma

Ástæðan fyrir auglýsingahléinu núna er blessunarlega allt önnur og skrifast á viðhald. Ætlunin er nefnilega að koma fyrir nýjum og mun tæknivæddari skjá við torgið samkvæmt frétt Evening Standard. Hægt verður að senda út beint á nýja skjánum og þráðlaust net verður nýtt til að skanna nálæga snjallsíma í þeim tilgangi að birta auglýsingar á tungumálum þeirra ferðalanga sem safnast saman við Piccadilly Circus. Ef til að mynda hópur af spænskum skólakrökkum birtist þá þá getur Coca-Cola auglýsingin lagað sig að því en merki bandaríska gosdrykkjarframleiðands hefur verið fastur liður á Piccadilly Circus frá árinu 1954.