Samfélagsmiðlar

Ljósin slökkna á Piccadilly Circus

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Flennistórt auglýsingaskilti hefur lengi sett sterkan svip á eitt fjölfarnasta torgið í London. Þar verður hins vegar engin ljósasýning næstu mánuði. Flennistórt auglýsingaskilti hefur lengi sett sterkan svip á eitt fjölfarnasta torgið í London. Þar verður hins vegar engin ljósasýning næstu mánuði.
Þó stórborgin London hafi upp á ótalmargt að bjóða þá eru töluverðar líkur á að þeir ferðamenn sem þangað koma eigi leið um Piccadilly Circus einu sinni eða oftar á meðan á dvöl þeirra í stendur. Þetta fræga torg er nefnilega einn af miðpunktum bresku höfuðborgarinnar og árlega munu um 70 milljónir gangandi vegfarenda og 30 milljónir ökutækja eiga leið þar um. 
Og vegna þess hve umferðin um torgið er þung þá hafa auglýsendur um langt skeið keppst um að koma vörumerkjum sínum að á hinu stóra ljósaskilti sem þar gnæfir yfir.

Fá auglýsingahlé í seinni tíð

Á mánudaginn tók hins vegar auglýsingasalinn við Piccadilly Circus skiltið úr sambandi en það gerðist víst síðast við útför Díönu prinsessu. Núna stendur hins vegar ekki til að kveikja á ný fyrr en í haust en leita þarf aftur til seinni heimstyrjaldarinnar til að finna tímabil þar sem slökkt hefur verið á skiltinu svona lengi. Þá var reyndar slökkt í nærri áratug meðal annars af ótta við að torgið yrði skotmark í loftárasum nasista á Bretland.

Skannar nálæga snjallsíma

Ástæðan fyrir auglýsingahléinu núna er blessunarlega allt önnur og skrifast á viðhald. Ætlunin er nefnilega að koma fyrir nýjum og mun tæknivæddari skjá við torgið samkvæmt frétt Evening Standard. Hægt verður að senda út beint á nýja skjánum og þráðlaust net verður nýtt til að skanna nálæga snjallsíma í þeim tilgangi að birta auglýsingar á tungumálum þeirra ferðalanga sem safnast saman við Piccadilly Circus. Ef til að mynda hópur af spænskum skólakrökkum birtist þá þá getur Coca-Cola auglýsingin lagað sig að því en merki bandaríska gosdrykkjarframleiðands hefur verið fastur liður á Piccadilly Circus frá árinu 1954.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …