Loksins tónaflóð við hafnarbakkann í Hamborg

hamborg elbphilharmonie thies raetzke 0009

Tíu ára framkvæmdum við hið ótrúlega tónlistarhús Hamborgar er lokið og nú laðar það jafnt að sér áhugafólk um tónlist og byggingarlist. Tíu ára framkvæmdum við hið ótrúlega tónlistarhús Hamborgar er lokið og nú laðar það jafnt að sér áhugafólk um tónlist og byggingarlist.
Þar sem áður stóðu pakkhús fyrir kakó, te og kaffi á Kaispeicher-A bryggjunni í Hamborg hefur nú risið óviðjafnanleg bygging sem hér eftir verður heimavöllur fílharmoníuhljómsveitar þessarar næst fjölmennstu borgar Þýskalands. „Elphie“, eins og heimamenn kalla húsið, hefur verið í byggingu í áratug og má segja að það hafi eiginlega orðið helsta kennileiti borgarinnar um leið og það var tilbúið að utan. Þessi 110 metra háa tónlistarhöll er nefnilega engu lík, alla vega efri helmingur sem líkist heljarinnar ísjaka. Neðri hlutinn er hins vegar kassalöguð múrsteinsbygging sem er í anda pakkhúsanna sem enn standa í Hafencity hverfinu sem hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár. Rælt um þennan hluta borgarinnar er eiginlega skylduverkefni fyrir ferðamenn í borginni enda spennandi að sjá með eigin augum gömlu pakkhúsinu og svo alla nýju glerkastalana. Og fyrir þá sem verða svangir á þessum slóðum þá mælir Túristi með matsölustaðnum á 25hours Hafencity hótelinu. 

Ekki bara fyrir músík

Hið nýja kennileiti Hamborgar er ekki aðeins heimavöllur fílharmoníunnar því þar er líka hótel, íbúðir fyrir það auðugu og útsýnispallur fyrir þá sem vilja fá 360 gráðu útsýni yfir hafnarborgina. Áhugasamir um byggingarlist og tónlist geta hins vegar slegið tvær flugur í einu höggi núna með heimsókn til Hamborgar en þangað flýgur Icelandair stærsta hluta ársins. 
Hér má sjá dagskrá hússins næstu vikur og hér fyrir neðan er myndband frá opnun hússins.