Ráðherra heim­sótti Mid-Atlantic

midatlantic

Hin árlega ferða­kaupstefna Icelandair fór fram í Laug­ar­dals­höll í gær og þangað komu helstu forystu­menn ferða­mála hér á landi. Hin árlega ferða­kaupstefna Icelandair fór fram í Laug­ar­dals­höll í gær og þangað komu helstu forystu­menn ferða­mála hér á landi.
Líkt og undan­farin ár var uppselt á ferða­kaupstefnuna Mid-Atlantic en dagskrá hennar lýkur form­lega i dag. Þar hafa 850 aðilar í ferða­þjón­ustu kynnt vörur sínar og þjón­ustu við rúmlega 250 sýning­ar­bása og samkvæmt tilkynn­ingu þá voru bókaðir 6200 fundir á milli þessara aðila í gær, aðal­degi kaup­stefn­unnar. Meiri­hluti þátt­tak­enda kemur að utan og að sögn Helga Más Björg­vins­sonar, fram­kvæmda­stjóra sölu- og mark­aðs­sviðs Icelandair, er það mjög ánægju­legt þar sem kaup­stefnan sé einn helsti vett­vangur fyrir ferða­þjón­ustuna að mynda tengsl við samstarfs­aðila og selja og kynna sína vöru beint fyrir kaup­endum.

Fjöl­breyttar kynn­ingar

Auk íslenskra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja taka þátt í Mid-Atlantic full­trúar erlendra ferða­mála­ráða, skemmti­garða, safna, hótela, afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækja, flug­valla og fleiri aðila. Endur­speglar þessi fjöl­breytta flóra þá stað­reynd að stór hluti umsvifa Icelandair eru farþegar á leið milli N‑Ameríku og Evrópu með viðkomu hér á landi. Á kaup­stefn­unni leiða því saman hesta sýna full­trúar frá áfanga­stöðum félagsins vest­an­hafs, til að mynda Edmonton, Seattle og Orlando og Stokk­hólmi, Finn­landi, norsku fjörð­unum og víðar. Þórdís Kolbrún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, nýr ráðherra ferða­mála, heim­sótti Mid-Atlantic í gær ásamt forsvars­mönnum ferða­mála hér á landi og stjórn­endum Icelandair.
Af samtölum Túrista við kaup­endur og selj­endur á Mid-Atlantic að dæma þá eru kaup­stefnur eins og þessi mikil­vægur þáttur í starf­semi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja þrátt netvæð­inguna. Aftur á móti eru ferða­sýn­ingar fyrir almenning víða á undan­haldi.