Icelandair eitt þriggja flugfélaga með nettengingu í öllum ferðum

icelandair 767 757

Fleiri flugvélar búnar þráðlausu neti. Fleiri flugvélar búnar þráðlausu neti.
Farþegar ríflega sjötíu flugfélaga geta tengst þráðlausu neti í háloftunum og í nærri fjórum af hverjum tíu þotum sem taka á loft í dag er þess háttar þjónusta í boði samkvæmt úttekt vefsíðunnar Routehappy.
Útbreiðsla tækninnar hefur verið hröð síðustu ár og til að mynda eru í dag fimmtungi meiri líkur á að flugfarþegi geti farið á netið en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir aukninguna þá eru aðeins þrjú flugfélög í heiminum sem bjóða upp á þráðlaust net í öllum flugferðum og eitt þeirra er Icelandair samkvæmt Routehappy. Hin tvö eru Virgin America og Scoot. 

Greitt aukalega

Þeir sem vilja tengjast þráðlausu neti um borð hjá Icelandair greiða um 850 krónur (7 evrur) fyrir þjónustuna en hún er frí fyrir þá sem sitja á Saga Class eða eru með gullkreditkort Icelandair.
Farþegar á Keflavíkurflugvelli ættu líka að komast á netið í flestum, ef ekki öllum, ferðum Delta og Norwegian á leið til og frá Íslandi en ólíklega í þotum annarra flugfélaga sem héðan fljúga reglulega.

.