Samfélagsmiðlar

Ódýrara búðaráp og pöbbarölt í Aberdeen

Verðlagið í granítborginni svokölluðu hefur lengi lokkað til sín kaupglaða Norðmenn og Íslendingar gætu fljótlega farið að feta í fótspor frændþjóðarinnar.

aberdeen 3

Ástæðan fyrir því að fjöldi norskra barna gengur um í fötum úr verslun Primark við Union Street og að Norðmenn eru sleipir í vélritun á bresk lyklaborð er einföld; verðlagið í búðunum í Aberdeen. Þangað hafa frændur okkar nefnilega lengi fjölmennt í borgarferðir þar sem megin tilgangurinn er að kaupa ódýrari klæðnað og tæki og borga mun minna fyrir mat og drykk en heima fyrir. Taxfree endurgreiðslan hefur heldur ekki dregið úr áhuga Norðmanna á verslunarferðum til Aberdeen og ört lækkandi gengi breska pundsins hefur líka haft jákvæð áhrif.

Legóið, Apple og Timberland mun ódýrara

En öfugt við norsku krónuna hefur sú íslenska styrkst verulega síðustu misseri og til að mynda þurfti að borga 12.800 krónur fyrir 80 punda flík í H&M fyrir ári síðan en 11.400 krónur í dag. MacBook Air sem var á 144 þúsund íslenskar er núna á 128 þúsund í stórverslun John Lewis og svo mætti áfram telja. Áhrif gengisþróunarinnar eru því mikil og samanburðurinn á verðlaginu hér heima og Aberdeen verður fyrir vikið ennþá skrautlegri. Til að mynda er 128 þúsund króna Apple tölvan í Aberdeen á 160 þúsund í reykvískri verslun og klassískir Timberland skór hjá Schuh við St. Nicholas street eru nokkrum þúsund krónum ódýrari en hér heima. Lego kassi sem kostar rétt um 2 þúsund krónur í Aberdeen er ríflega tvöfalt dýrari (4.499kr) í Kópavogi.

Lambið hjá Food and fun kokkinum ódýrara en á Hard Rock

Prísarnir á matseðlunum í Aberdeen koma líka þægilega á óvart. Þannig kostar lambalund á hinum vinsæla veitingastað Musa 2.700 krónur en til samanburðar þarf að borga 3.590 krónur fyrir lambaframhrygg á Hard Rock við Lækjargötu. Þess má svo geta að John Kelman, kokkurinn á Musa, er einn þeirra matreiðslumanna sem mun taka þátt í Food and Fun í Reykjavík í mars þannig að þar er viðurkenndur fagmaður á ferðinni. Það sama má segja um bruggarana James Watt og Martin Dickie sem hafa síðastliðinn áratug getið sér gott orð út um allan heim fyrir Brew Dog bjórana sína. Aberdeen er heimavöllur þeirra og þar reka þeir tvo pöbba og stór Brew Dog IPA kostar álíka mikið á barnum í Skotlandi og borga þarf fyrir litla dós af sama drykk í Vínbúðunum. Og viljirðu kanna vískíúrvalið á The Grill, einni sögufrægustu knæpu borgarinnar, þá geturðu borgað með klinki fyrir einn tvöfaldan speyside.

Auðvelt að ná áttum í Aberdeen

Allir þær verslanir, veitingastaðir og barir sem nefndir eru hér að ofan eru í göngufæri hver frá öðrum. Miðborg Aberdeen er nefnilega frekar lítil og þar er einfalt að ná áttum jafnvel þó húsin séu öll grá og keimlík. Við Union Street er mest um stórverslanir og þar eru til að mynda verslanir Primark og Marks og Spencer. Við Schoolhill, sem liggur samhliða Union Street, er einnig að finna þekktar stórverslanir eins og Topshop og John Lewis en líka smærri búðir. Stærsta kringlan er svo Union Square þar sem útibú margra þekktra verslunarkeðja eru til húsa og á efstu hæðinni er ljómandi úrval af einföldum veitingastöðum. Þeir sem vilja búa í kringum þetta allt saman ættu því að skoða gistingu á þessum slóðum og þar er Aberdeen Douglas hótelið ágætis kostur, einfalt en vel staðsett hótel.

Aberdeen er ein þeirra borga sem bættist við leiðakerfi Icelandair í fyrra og flýgur félagið þangað allt árið um kring í samstarfi við Air Iceland Connect.

Túristi heimsótti Aberdeen með aðstoð Icelandair
Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …