Samfélagsmiðlar

Ósammála um kosti „skúravæðingarinnar“ við Kerið

thordis helga

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og ráðherra ferðamála eru ekki á sömu skoðun varðandi gjaldtökuna við Kerið. Nýr ráðherra ferðamála hefur talað fyrir aukinni gjaldtöku á ferðamannastöðum og nefnt Kerið í Grímsnesi sem fyrirmynd um þess háttar fyrirkomulag. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur gjaldtökuna í Grímsnesi ekki vera til eftirbreytni að öllu leyti.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skoða eigi skynsamlega gjaldtöku í ferðaþjónustu og bílastæðagjöld eru sérstaklega nefnd sem dæmi um slíkt. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr ráðherra ferðamála, sagt að skilvirkasta leiðin til að dreifa ferðamönnum betur væri gjaldtaka við vinsæla ferðamannastaði og að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið sem fyrst hvernig þetta yrði gert. Ráðherrann segir einnig að mögulega þurfi að breyta nálguninni á bílastæðagjöldum og skilgreina þau ekki lengur sem þjónustugjald heldur sem beina innheimtu. „Slíkt myndi gera sveitarfélögunum betur kleift að rukka inn á bílastæði við náttúruperlur, jafnvel þó að þar væri ekki endilega búið að byggja upp mikla aðstöðu áður en gjaldtakan hæfist, en í kjölfarið væri hægt að nýta fjár-
munina sem kæmu út úr því til uppbyggingar og viðhalds,“ segir Þórdís í viðtalinu og nefnir Kerið í Grímsnesi sem dæmi um ferðamannastað þar sem komin er reynsla á að landeigendur rukki fyrir aðgang að svæðinu. Ráðherrann var á sömu línu í viðtali við Viðskiptablaðið fyrr í mánuðinum og sagði þá mikilvægt að leyfa landeigendum að stýra fyrirkomulaginu sjálfir. „Það fyrirkomulag hefur gengið ágætlega á sumum svæðum eins og við Kerið,“ bætti Þórdís við. 

Hlynnt gjaldi fyrir bílastæði og salerni

Aðspurð um hvort forsvarsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar telji einnig að fyrirkomulagið við Kerið sé til fyrirmyndar segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, að samtökin hafi talað fyrir gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og gjald fyrir salerni. „Hvað varðar ummæli ráðherra ferðamála um gjaldtöku við Kerið þá gerir maður ráð fyrir að ráðherra sé að horfa til hugmyndarinnar sem slíkrar en ekki útfærslunnar. Við höfum verið á móti „skúravæðingu“ eins og kalla má gjaldtökufyrirkomulagið við Kerið. Við teljum heppilegra að horfa til virðisaukandi fyrirkomulags þar sem á sama tíma væri hægt að nýta gjaldtökufyrirkomulagið til stýringar,“ segir Helga í svari til Túrista. Hún bendir jafnframt á að stjórnvöld eiga flest þau svæði þar sem helstu náttúruperlurnar er að finna. „Afar mikilvægt er að stjórnvöld sem eigendur horfi fyrst og síðast til þess að byggja upp innviði á viðkomandi stöðum bæði til að tryggja sjálfbærni náttúrunnar og á sama tíma upplifun gestanna. Gjaldtaka fyrir virðisaukandi þjónustu er eitthvað sem menn ættu svo að horfa til í framhaldinu rétt eins og gert er í öllum öðrum rekstri en ekki öfugt.“ Að þessu leyti eru forvarsmenn SAF ekki sammála ráðherranum sem, líkt og kemur fram hér að ofan, uppbyggingu ekki vera forsendu þess að gjaldtaka hefjist.

Tekur ekki undir gagnrýni ráðherranna á ferðaþjónustuna

Á síðasta kjörtímabili ríflega tvöfaldaðist fjöldi ferðamanna á Íslandi og greinin hefur vaxið hratt á skömmum tíma. Nýr ferðamálaráðherra segist, í viðtali við Morgunblaðið, geta tekið undir með þeim sem segi ákveðið óskipulag ríkja í greininni. „Það eru flestir sammála um það,“ bætir Þórdís við en í byrjun árs var Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, á svipuðum nótum í viðtali á Hringbraut og sagði allan fókus vanta í ferðaþjónustuna og að hún væri mjög sundurlynd.
Um þessi gagnrýni núverandi og fráfarandi ráðherra ferðamála segir Helga að greinin hafi kallað eftir aukinni athygli og ábyrgð á málaflokknum. „Verkefnin liggja fyrir og eru þau sett fram í Vegvísi um ferðaþjónustu. Samtök ferðaþjónustunnar eru einhuga þeirri stefnu og þeim verkefnum sem þar koma fram og hafa verið frá upphafi. Á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála er verið að útfæra þessi verkefni eitt af öðru. Það skiptir hins vegar afar miklu máli að þegar búið er að greina og rýna verkefnin að stjórnkerfið taki við þeim og vinni úr þeim hratt og örugglega og byggi þannig upp innviði í fullu samstarfi greinarinnar, sveitafélaganna og annarra sem að hverju verkefni fyrir sig koma. Við viljum trúa því að ný ríkisstjórn muni láta efndir fylgja orðum,“ segir Helga.

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …