Íslensk vegabréf þau dýrustu

vegabref 2

Það er nærri því tvöfaldur verðmunur á íslenskum og norskum pössum en sá síðarnefndi er þó gjaldgengur í fleiri löndum. Það er nærri því tvöfaldur verðmunur á íslenskum og norskum pössum en sá síðarnefndi er þó gjaldgengur í fleiri löndum.
Fullorðinn íslenskur ríkisborgari þarf að greiða 12.300 krónur fyrir að endurnýja vegabréfið sitt sem svo gildir í áratug. Í Danmörku og Noregi er gildistími vegabréfa sá sami en þar eru þau nokkru ódýrari. Danir borga sem samsvarar 10 þúsund íslenskum krónum fyrir sín dökkrauðu vegabréf en Norðmenn aðeins 6.250 kr. Í Svíþjóð og Finnlandi þarf að endurnýja passana á 5 ára fresti og kostar sá sænski 4.590 krónur en sá finnski tæplega 6 þúsund. Á 10 ára tímabili borga þessar tvær þjóðir því einnig minna en Íslendingar fyrir þessi skilríki sem eru þarfaþing þegar ferðast á yfir landamæri annarra ríkja. Á árunum 2006 til 2013 giltu íslensku passarnir aðeins í 5 ár og kostuðu undir það síðasta 7.700 krónur. 
En þó íslenska vegabréfið sé það dýrasta á Norðurlöndum þá er það aðeins gjaldgengt, án vegabréfaáritunar, í 165 löndum á meðan handahafar hinna norrænu passanna komast til meira en 170 landa án sérstaks leyfis.