50 flugferðir til útlanda á dag í janúar

reykjavik vetur

Umferðin um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að aukast hratt og í janúar komu hingað álíka ferðamenn og í júní árið 2015. Umferðin um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að aukast hratt og í janúar komu hingað álíka ferðamenn og í júní árið 2015. Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið til útlanda í janúar.
Það voru farnar áætlunarferðir til 46 borga í Evrópu og Norður-Ameríku frá Flugstöð Leifs Eiríksonar til í janúar og að jafnaði tóku fimmtíu farþegaþotur á dag á loft frá flugvellinum. Langflestar þeirra tóku stefnuna á Lundúnir eða ein af hverjum sex samkvæmt daglegum talningum Túrista. Auk þess var flogið til sjö annarra breskra borga og voru Bretar langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi eða ríflega 38 þúsund talsins. Bandaríkjamenn komu þar á eftir líkt og áður á þessum árstíma en þeir eru hins vegar stærsti hópurinn yfir allt árið. 

Nær enginn munur á janúar og júní

Í janúar sl. fjölgaði túristum hér um 75 prósent og í heildina voru þeir 135.999. Til samanburðar var fjöldi ferðafólks hér á landi 137.314 í júní árið 2015. Það munar því sáralitlu á heildarfjöldanum íjanúar í ár og júní í hittifyrra. Þó ber að hafa í huga að ferðamenn dvelja hér í styttri tíma yfir háveturinn en á sumrin og eins hefur vafalítið stór hluti ferðafólksins í síðasta mánuði dvalið hér yfir áramót og flogið frá landinu fyrstu dagana í janúar. Þá mynduðust nefnilega langar raðir við innritun og vopnaleit í Leifsstöð. Íslendingar voru líka oftar á ferðinni í janúar en í fyrra og því núna innrituðu 37.291 íslenskir farþegar sig í flug frá landinu og þeir hafa aldrei áður verið svona margir þennan fyrsta mánuð ársins. 

Fleiri í hverri ferð WOW en hjá Icelandair

Af þessum 50 daglegu brottförum frá Keflavíkurflugvelli í janúar þá stóð Icelandair fyrir 46,7 prósentum allra ferða en WOW 29,4 prósentum. Og samkvæmt upplýsingum frá WOW air þá flutti félagið 35 prósent allra farþegar sem flugu til og frá Keflavíkurflugvelli í janúar. Samtals flugu 170 þúsund farþegar með WOW í janúar en farþegar Icelandair voru 205.734. Að jafnaði sátu því 186 farþegar í hverri flugferð WOW en 142 hjá Icelandair. Hluti af skýringunni á þessum mun liggur í ólíkum flugfluta félaganna en WOW air hefur fleiri stærri þotum að ráða en Icelandair.
Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá standa íslensku flugfélögin tvo undir um bróðurparti alla flugferða til og frá landinu eða nærri átta af hverjum tíu ferðum.