Þangað getur þú flogið beint í vor, sumar og haust

flugtak 860 a

Þeir sem ætla til útlanda frá frá lokum mars og til enda októbermánaðar geta valið á milli reglulegra ferða til hátt í 90 áfangastaða. Þeir sem ætla til útlanda frá frá lokum mars og til enda októbermánaðar geta valið á milli reglulegra ferða til hátt í 90 áfangastaða.
24 flugfélög munu halda uppi áætlunarflugi héðan til 57 evrópskra áfangastaða og 27 í Norður-Ameríku í vor, sumar og haust. Þetta er töluverð viðbót við framboðið í fyrra og nú býðst farþegum hér á landi í fyrsta sinn beint flug til borganna Cork, Dresden, Katowice, Miami, Nurnberg, Philadelphia, Pittsburgh, Tampa og Trieste. Auk þess verður á ný hægt að fljúga beint til Prag en hins vegar verður ekki framhald á sumarflugi til Nice og Rómar.
Á mörgum flugleiðum hefur samkeppnin aukist frá því í fyrra og til að mynda munu þrjú flugfélög halda uppi áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli til Toronto og Montreal, tveggja fjölmennustu borga Kanada. Icelandair og WOW air hafa líka fjölgað daglegum ferðum sínum til vinsælustu áfangastaðanna og þar með geta farþegar valið á milli nokkurra brottfara á degi hverjum til ófárra borga. Fyrir örfáum árum síðan var framboðið eingöngu svona mikið ef ferðinni var heitið til London og Kaupmannahafnar. 
Þrjú flugfélög fara jómfrúarferðir sínar til Íslands í sumar; Finnair frá Helsinki, Czech Airlines frá Prag og Air Canda frá bæði Toronto og Montreal og þar með verða flugfélögin á Keflavíkurflugvelli tuttugu og fjögur auk nokkurra í viðbót sem munu sinna leiguflugi á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa. Miðað við hámarks farþegafjölda í hverri ferð þá verða sæti fyrr um 3,7 milljónir farþega í flugvélunum sem fljúga héðan á meðan sumaráætlunin er í gildi, frá lokum mars og til enda októbermánaðar. 
Eins og sjá má á kortunum hér fyrir neðan þá eru langflestir áfangastaðirnar á meginlandi Evrópu í vesturhluta álfunnar en fáir eru í austur- eða suðurhluta álfunnar. Hér má svo frá nánari upplýsingar um hvaða flugfélög fljúga hvert og á hvaða tímabili.