Samfélagsmiðlar

Bílaleigubílar dýrastir á Íslandi

Það kostar nærri þrisvar sinnum meira að leigja bíl við komuna til Íslands en á flugvöllunum í Kaupmannahöfn og London. Hér má sjá meðalleiguverð á dag við sextán evrópskar flughafnir.

Það getur verið dýrt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni. Jafnvel þó lítill tveggja dyra bíll sé látinn nægja því það er algengt að leiga á þess háttar ökutæki sé á bilinu þrjú til fjögur þúsund krónur á dag á bílaleigunum við helstu flugvelli Evrópu. Ferðamaður sem fær lítinn fólksbíl að láni á Keflavíkurflugvelli þarf hins vegar að greiða tæpar tíu þúsund krónur á dag eða þrefalt meira en gengur og gerist á meginlandinu samkvæmt verðkönnun Túrista. Hvergi annars staðar voru verðin jafn há en næst hæst er leigan við Gardermoen í Osló og því næst í Zurich. Báðar borgir skipa reglulega efstu sætin á listum yfir dýrustu borgir heims.

Mismunandi verð eftir mánuðum

Í könnuninni voru fundin lægstu verð á bifreiðum í minnsta flokki á bílaleigum við sextán evrópskar flugstöðvar í júní, júlí og ágúst og síðan reiknað út meðalverð. Í öllum tilvikum var ótakmarkaður akstur, fríar afbókanir og kaskótrygging innifalin í verðinu og oftast voru leigurnar með afgreiðslu inn í flugstöðvarbyggingum. Hér neðst má sjá hver leigan er eftir mánuðum en miklu munar á verðinu í júní í samanburði við júlí og ágúst.

Við leitina var notuð bókunarvél Rentalcars.com, samstarfsaðila Túrista og eins stærsta fyrirtækis heims á þessu sviði. Þess ber að geta að verðin sem bókunarvélin finnur eru oft talsvert lægri en þau sem bjóðast þegar farið er beint inn á heimasíður þekktustu bílaleiganna.

Meðalleiguverð á dag í sumar

Það er mun ódýrara að leigja bíl júní en í júlí og ágúst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Af flugvöllunum sextán sem kannaðir voru var verðmunurinn á milli mánaða er einna mestur á bílaleigum við Barcelona flugvöll. Svipaða sögu er að segja við Charles de Gaulle í París og Malpensa í Mílanó. Verðið helst þó nokkuð jafnt í Stokkhólmi og Zurich.

Hver þróunin verður næstu vikur er erfitt að segja og gengi krónunnar hefur líka sitt að segja en samkvæmt nýlegri könnun Túrista þá hefur leiguverðið í Alicante í júní lækkað frá því í vor.

Meðalverð bílaleiga á 16 flugvöllum ef bíll í ódýrasta flokki er leigður í 2 vikur.

 

 

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …