Fælir Trump íslenska ferðamenn frá eða ekki?

bandarikin fani thomas kelley

Breskir og sænskir ferðafrömuðir segjast verða varir við minnkandi áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Donald J. Trump tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Forsetinn hefur hins vegar ekki dregið úr Dönum en hvað með Íslendinga?
Helmingi færri Svíar hafa leitað eftir flugfari til Bandaríkjanna síðustu vikur en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum einnar vinsælustu flugbókunarsíðu Svíþjóðar. Og forsvarsmenn breskra ferðaskrifstofa segjast líka verða varir við minni eftirspurn eftir reisum vestur um haf. Er þessi dvínandi áhugi rakinn beint til nýs og umdeilds Bandaríkjaforseta.
Þegnar Donald J. Trump mega líka búast við færri heimsóknum frá nágrönnum sínum í Kanada því samkvæmt könnun sem framkvæmd var þar í landi þá telja 45 prósent aðspurðra að það sé ólíklegra en áður að þeir ferðist til Bandaríkjanna eftir að Trump tók við. Hann hefur hins vegar ekki svona slæm áhrif alls staðar því í Danmörku seljast Bandaríkjareisur jafnvel í dag og áður. Það gæti kannski orðið til þess að hlutfall danskra gesta á hótelkeðju Trump verði hátt því eins og áður hefur komið fram þá hefur pólitískur ferill Trump haft slæm áhrirf á rekstur hótelanna sem við hann eru kennd. 
En hefur nýr húsráðandi í Hvíta húsinu einhver áhrif á áhuga Íslendinga á að ferðast til Bandaríkjanna? Sendu svar þitt með því að fylla út. 
Könnuninn er lokið og bárust 1043. Sjá niðurstöðu.