Samfélagsmiðlar

Flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar fær góðar viðtökur hjá heimamönnum

flugfelagislands gudmundur

Nú styttist í að Norðlendingar geti skilið bílinn eftir heima og flogið út í heim frá Akureyri með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Ferðalagið norður verður líka einfaldara fyrir túrista. Á föstudaginn hefst reglulegt áætlunarflug Flugfélags Íslands milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Þó ferðirnar séu aðeins í boði fyrir þá sem eru á leið út í heim eða að koma frá útlöndum þá e þetta fyrsta reglulega innanlandsflugið frá Keflavíkurflugvelli sem starfrækt er allt árið um kring. Og um leið opið farþegum allra flugfélaga. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Guðmund Óskarsson, forstöðumann sölu- og markssviðs Flugfélagsins, um nýju flugleiðina.
Hvernig hafa viðtökurnar verið við þessari nýju flugleið og sérðu fram á að beint flug frá Keflavíkurflugvelli til Egilstaða og Ísafjarðar?
Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu nýja flugi. Bæði hér heima en ekki síður hjá erlendum ferðaskrifstofum og öðrum seljendum. Þetta er langtímaverkefni og byrjunin lofar góðu. Ef vel gengur þá munum við skoða hvaða möguleika við höfum í flugi til annarra áfangastaða á Íslandi frá Keflavíkurflugvelli.

Ferðatíminn út í heim fyrir íbúa á Norðurlandi styttist töluvert með þessum nýju áætlunarferðum. Verðið þið vör við mikinn áhuga frá Akureyringum og öðrum íbúum svæðisins?
Viðtökur á Norðurlandi hafa verið mjög góðar og um það bil þriðjungur þeirra sem hafa bókað sæti eru Íslendingar. Með þessari nýju flugleið getur sá sem flýgur frá Akureyri farið út úr dyrunum heima hjá sér á sama tíma og höfuðborgarbúi sem flýgur frá Keflavík. Og segja má að sá sem byrjar ferðalagið fyrir norðan eigi þægilegra ferðalag fyrir höndum til Keflavíkurflugvallar.

Í millilandaflugi til og frá Íslandi eru erlendir ferðamenn mun stærri hópur en Íslendingar. Er náið samstarf við ferðaþjónustuna fyrir norðan ekki mikilvægt fyrir framtíð flugleiðarinnar?

Norðurland hefur upp á mikið að bjóða fyrir erlenda gesti og ferðaþjónustan þar spilar stórt hlutverk í kynningu og sölu á svæðinu sem dregur að sér ferðamenn. Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur stutt okkur vel í þessu verkefni.

Geta farþegar fleiri flugfélaga en Icelandair bókað framhaldsflug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar í tengslum við millilandaflug?
Flugið er í boði fyrir farþega allra þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi en fyrirkomulagið er mismunandi. Farþegar Icelandair geta innritað farangur alla leið milli Akureyrar og áfangastaðar erlendis en farþegar annarra flugfélaga sækja farangur, innrita sig áfram til Akureyrar og fara svo í öryggisskimun. Þetta gera þeir við farangursbeltin í komusalnum því vegna tollamála mega farþegar ekki fara úr töskusalnum. Á Akureyri innritum við hinsvegar alla farþega og farangur þeirra alla leið á áfangastað út í heimi og öryggisskimun fer þá fram á Akureyri.

Öfugt við aðra alþjóðaflugvelli þá hefur ekkert innanlandsflug verið í boði frá Keflavíkurflugvelli. Hefur þurft að gera breytingar á skipulagi flugvallarins til að koma þessu nýja flugi þar að?
Það er rétt að þetta er nýtt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll. Forsvarsmenn Isavia hafa hins vegar tekið verkefninu fagnandi frá fyrsta degi og aðstoðað okkur mikið við að gera þetta að veruleika. Flugið krefst ekki mikilla breytinga til skamms tíma þó það kalli á töluvert skipulag. Breytingarnar sem voru gerðar felast í því að sett var upp innritunarborð í komusalnum þar sem farþegar ná í töskur og einnig aðstaða fyrir öryggisskimun áður en farþegar fara aftur inn á fríhafnarsvæði flugstöðvarinnar.

Þó farþegum í innanlandsflugi hafi fjölgað síðustu ár þá hafa þeir oft verið mun fleiri en nú um stundir. Telur þú að aukið innanlandsflug í tengslum við millilandaflug geti snúið við þeirri þróun?
Við sjáum mikla vaxtarmöguleika í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli og áfram til áfangastaða á Íslandi og víðar á svæðinu kringum landið. Flugfélag Íslands býður til að mynda upp á flug til fimm áfangastaða á Grænlandi. Með auknum fjölda ferðamanna sem flýgur áfram frá Keflavík þá getum við fjölgað ferðum og eflt innanlandsflugið.

Hafa þessi auknu umsvif Flugfélags Íslands á Keflavíkurflugvelli þau áhrif að dregið verður úr starfseminni á Reykjavíkurflugvelli?
Þvert á móti. Við sjáum þetta sem tvo aðskilda hluti. Fyrir farþega í hefðbundnum innanlandsflugi þá er mun betra að fljúga í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Ferðatími til og frá flugvelli er styttri og fyrirkomulag í flugstöð einfaldara og þægilegra. Erlendir ferðamenn geta nýtt sér möguleika að fljúga til Akureyrar frá Keflavík og til baka gegnum Reykjavík með stuttri viðveru í borginni áður en haldið er heim á leið frá Keflavík.

Nýverið var reglum flugþróunarsjóðs breytt á þann veg að nú er einnig hægt að fá styrk fyrir innanlandsflug í tengslum við millilandaflug. Mun Flugfélag Íslands sækja um styrk úr flugþróunarsjóði?
Flugið milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar er langtímaverkefni og stór fjárfesting fyrir okkur. Það tekur nefnilega tíma að byggja upp nýjar flugleiðir og það krefst kynningar, þolinmæði og kostnaðar. Fjármagn úr flugþróunarsjóði yrði því góður stuðningur sem við munum sækja um.
Sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag flugsins milli Keflavíkur og Akureyrar.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …