Samfélagsmiðlar

Heilsársflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar hafið

flugfelag islands

Nú takmarkast beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar ekki lengur við vikulegar ferðir yfir sumarmánuðina. Nú takmarkast beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar ekki lengur við vikulegar ferðir yfir sumarmánuðina.
Síðustu ár hafa systurfélögin Flugfélag Íslands og Icelandair boðið upp á stakar ferðir frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar yfir hásumarið. Í haust boðuðu forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar að nú yrði flugleiðin starfrækt allt árið um kring og flogið allt að sex sinnum í viku yfir vetrarmánuðina. Á sumrin verða ferðirnar tvær í viku.
Í morgun var fyrsta ferðin farin frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og þaðan héldu farþegarnir svo ferðalaginu áfram út í heim. „Það var ánægjulegt að fara í þetta fyrsta flug í nótt og ég er þess fullviss að þessi flugleið á eftir að reynast vel og koma þeim fjölda farþega sem ferðast þarna á milli til góða á komandi árum,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í tilkynningu. En líkt og kom fram hér í vikunni þá hefur flugið fengið góðar undirtektir bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðaskrifstofa. 

Allir geta nýtt sér ferðirnar

Nú þegar innanlandsflug er í fyrsta skipti í boði frá Keflavíkurflugvelli þá opnast möguleikar á því fyrir ferðamenn að fljúga beint út á land við komuna til Íslands í stað þess að þurfa að fara inn til höfuðborgarinnar fyrst. Farþegar sem fljúga frá Akureyri verða bókaðir í áframhaldandi flug með Icelandair en þeir sem fljúga með öðrum flugfélögum nálgast brottfararspjald sitt á þjónustuborði viðkomandi flugfélags í Keflavík eða með netinnritun, farsímainnritun eða sjálfsafgreiðslu. Farangur farþega er innritaður á Akureyri í áframhaldandi flug frá Keflavík.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …