Samfélagsmiðlar

Gist á heimili vinar sem þú hefur aldrei hitt

homeexchange mynd

Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti. Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti.
Í dag eru nærri 900 íslenskir gistikostir á skrá hjá vefsíðunni Home Exchange en þar geta íbúðaeigendur í mismunandi löndum skipt á heimilum sínum í styttri tíma. Skráningum hér á landi hefur fjölgað um nærri fimmtung frá því í haust og þessi mikli áhugi Íslendinga á íbúðaskiptum er kveikjan að heimsókn Alexandra Origet du Cluzeau, upplýsingafulltrúa Home Exchange, hingað til lands. En á sunnudag ætlar hún kynna starfsemi fyrirtækisins í Salnum í Kópavogi og um leið styrkja tengslin við núverandi meðlimi eins og hún orðar það. „Meðlimir okkar eru ekki hefðbundnir ferðamenn því þeir dvelja að jafnaði í tvær vikur á hverjum stað enda þurfa þeir ekkert að borga fyrir gistinguna heldur aðeins fyrir flugið. Þetta er líka hópur sem kýs, oftar en ekki, að ferðast utan háannatíma þegar fargjöldin eru lægri,” segir Alexandra í samtali við Túrista og bætir því að margir fá líka afnot af bílum þegar þeir skipta á heimilum sínum við aðra. „Þetta er því umhverfisvænn ferðamáti því fólk er að nota það sem fyrir er á viðkomandi stað.”

Tvöfalt fleiri vilja til Íslands

Fyrir aðild að Home Exchange eru greiddar 17 þúsund krónur á ári og í staðinn fá íbúðaeigendur aðgang að vefsíðu fyrirtækisins og geta einnig leitað til þjónustufulltrúa ef eitthvað kemur upp. Hins vegar fara engar greiðslur á milli meðlimanna sjálfra. Að sögn Alexandra Origet du Cluzeau aukast möguleikar Íslendinga á að finna heppileg íbúðaskipti hratt því nú setja um 1400 erlendir meðlimir Home Exchange Ísland á lista sinn yfir þá áfangastaði sem þeir vilji heilst heimsækja. Þetta eru tvöfalt fleiri valkostir en fyrir ári síðan og þetta er því enn eitt dæmið um hversu vinsælt ferðamannaland Ísland er orðið.
Lengi vel voru íbúðaskiptin bundin við tvo aðila en með nýju kerfi sem kallast „Passport” þá getur fólk reynt að skipta á íbúðum við þriðja aðilann.

Allt annað en Airbnb

Meðal síauknum umsvifum Airbnb þá hefur heimagistingin orðið vinsæll kostur fyrir ferðafólk en á sama tíma umdeild leið og til að mynda gengu í gildi ný lög um heimagistingu hér á landi um áramótin til að takmarka starfsemina. Aðspurð um skoðun sína á Airbnb segir Alexandra að fyrirtækið hafi verið frumkvöðull í að fá fólk til að sjá kosti þess að deila heimilum sínum. Hins vegar verði ekki horft framhjá því að útbreiðsla Airbnb hafi valdið vanda á leigumarkaði í vinsælum ferðamannaborgum eins og Reykjavík, Berín og Barcelona og heimamenn sjálfir eigi því erfiðara með að finna sér íbúðir en áður. „HomeExchange er allt öðruvísi því þar skiptist fólk á heimilum án endurgjalds. Þetta er eins og að búa heima hjá vini sem þú hefur aldrei hitt,” segir Alexandra að lokum.
Hægt er að tryggja sér frían miða á kynningarfundinn í Salnum á sunnudag hér.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …