Samfélagsmiðlar

Kannski bestu bolludagsbollurnar

semlor

Svíar spara ekki kardemommur í sætabrauð en það er ekki eina ástæðan fyrir því að sænsku bollurnar eru einstaklega góð tilbreyting frá hinum íslensku/dönsku bollum Svíar spara ekki kardemommur í sætabrauð en það er ekki eina ástæðan fyrir því að sænsku bollurnar eru einstaklega góð tilbreyting frá hinum íslensku/dönsku bollum.
Hefði Ísland verið sænsk nýlenda þá væri landinn kannski að fara að gæða sér á mjúkum gerbollum með grófmöluðum kardimommum, marspipani og rjóma í dag. Í staðinn verður á boðstólum íslensk útgáfa af hinum dönsku fastelavnsbollum enda sækir íslensk sætabrauðsmenning í þá dönsku jafnt á bolludaginn sem aðra daga. Í einhverjum tilfelllum hafa samt skilaboðin sem fylgdu uppskriftunum misskilist, ef svo má segja, því kleinur eru til að mynda jólabakstur hjá gömlu herraþjóðinni en ekki hversdagslegt bakkelsi eins og hér heima.

Hella heitir mjólk yfir

Notkun á kardimommukjörnum er ekki almenn í íslenskum bakaríum frekar en þeim dönsku en aftur á móti getur enginn sænskur bakari sleppt því að kaupa daglega inn heilan helling af þessu þriðja dýrasta kryddi í heimi og engir dropar koma í staðinn fyrir kjarnana sjálfa. Svíar eru nefnilega jafn mikið gefnir fyrir kardimommusnúða eins og kanelsnúða og á sjálfan Fettisdagen (Feita-Þriðjudaginn), bolludag þeirra Svía, eru borðaðar kardimommubollur sem kallaðar eru Semlor.
Þessar mjúku bollur eru álíka stórar og þær íslensku en ekki skornar í sundur í miðju heldur er aðeins toppurinn tekinn af. Svo er gerð hola ofan í neðri hlutann og ofaní settur hellingur af marsipani. Svo kemur rjóminn og að lokum er toppurinn settur á og flórsykur settur yfir. Þeir sem fara alla leið gera hins vegar kross í rjómann og hella yfir heitri mjólk og borða bolluna úr djúpum diski. Túristi mælir með fyrri aðferðinni, alla vega í fyrstu atrennu, en mjólkurbaðið er líka áhugaverð viðbót.

Bakarí í Stokkhólmi sem mælt er með

Þeir sem eru staddir í Stokkhólmi þessa dagana og vilja smakka þessar sænsku Semlor, hjá bakara sem kann sitt fag, þá mælir Túristi óhikað með heimsókn á hið klassíska konditorí Vete-Katten við Kungsgatan í miðborg. Ekki bara upp á stemninguna sem þar ríkir heldur líka vegna þess bakkelsisins. Í nýrri úttekt Dagens Nyheter á bolludagsbollunum í Stokkhólmi þá fékk útgáfa Vete-Katten mjög góða umsógn og þær sagðir halda í hefðirnar og væru sennilega eins á bragðið og Semlor hafa verið alveg síðan á sautjándu öld. Einnig mæir blaðið með bollunum í Tössebageriet á Karlavägen, Grillska Huset á Gamla stan og Norra Strandbageriet á Kungsholmen. Hins vegar eru lesendur blaðsins beðnir um að vara sig á sjoppu Selmor sem seldar eru í útibúum 7-11 sem finna má á hverju einasta götuhorni í sænskum borgum.
Túristi vill líka benda á Semlor hjá Urban Deli (á Sveavägen og við Nytorget) en í þær eru einnig settar hakkaðar möndlur og það er virkilega góð viðbót. Og til að réttlæta þessa yfirlýsingaglöðu fyrirsögn greinarinnar þá er það svo að allir þeir Íslendingar sem útsendari Túrista hefur kynnt fyrir sænskum Semlor eru á einu máli um að þær séu alveg klárlega á pari við íslensku bollurnar og jafnvel nokkru betri. Því er að þakka kardimommunni og marspaninu.
Þess má svo geta í blálokin að sænskir bakarar hafa tekið upp þann ósið að bjóða upp á þessar bollur alveg frá ársbyrjun og fram í lok febrúar. Það pirrar marga heimamenn en kosturinn er sá að þá geta fleiri íslenskir túristar kynnst Semlor.

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …