Samfélagsmiðlar

Kannski bestu bolludagsbollurnar

semlor

Svíar spara ekki kardemommur í sætabrauð en það er ekki eina ástæðan fyrir því að sænsku bollurnar eru einstaklega góð tilbreyting frá hinum íslensku/dönsku bollum Svíar spara ekki kardemommur í sætabrauð en það er ekki eina ástæðan fyrir því að sænsku bollurnar eru einstaklega góð tilbreyting frá hinum íslensku/dönsku bollum.
Hefði Ísland verið sænsk nýlenda þá væri landinn kannski að fara að gæða sér á mjúkum gerbollum með grófmöluðum kardimommum, marspipani og rjóma í dag. Í staðinn verður á boðstólum íslensk útgáfa af hinum dönsku fastelavnsbollum enda sækir íslensk sætabrauðsmenning í þá dönsku jafnt á bolludaginn sem aðra daga. Í einhverjum tilfelllum hafa samt skilaboðin sem fylgdu uppskriftunum misskilist, ef svo má segja, því kleinur eru til að mynda jólabakstur hjá gömlu herraþjóðinni en ekki hversdagslegt bakkelsi eins og hér heima.

Hella heitir mjólk yfir

Notkun á kardimommukjörnum er ekki almenn í íslenskum bakaríum frekar en þeim dönsku en aftur á móti getur enginn sænskur bakari sleppt því að kaupa daglega inn heilan helling af þessu þriðja dýrasta kryddi í heimi og engir dropar koma í staðinn fyrir kjarnana sjálfa. Svíar eru nefnilega jafn mikið gefnir fyrir kardimommusnúða eins og kanelsnúða og á sjálfan Fettisdagen (Feita-Þriðjudaginn), bolludag þeirra Svía, eru borðaðar kardimommubollur sem kallaðar eru Semlor.
Þessar mjúku bollur eru álíka stórar og þær íslensku en ekki skornar í sundur í miðju heldur er aðeins toppurinn tekinn af. Svo er gerð hola ofan í neðri hlutann og ofaní settur hellingur af marsipani. Svo kemur rjóminn og að lokum er toppurinn settur á og flórsykur settur yfir. Þeir sem fara alla leið gera hins vegar kross í rjómann og hella yfir heitri mjólk og borða bolluna úr djúpum diski. Túristi mælir með fyrri aðferðinni, alla vega í fyrstu atrennu, en mjólkurbaðið er líka áhugaverð viðbót.

Bakarí í Stokkhólmi sem mælt er með

Þeir sem eru staddir í Stokkhólmi þessa dagana og vilja smakka þessar sænsku Semlor, hjá bakara sem kann sitt fag, þá mælir Túristi óhikað með heimsókn á hið klassíska konditorí Vete-Katten við Kungsgatan í miðborg. Ekki bara upp á stemninguna sem þar ríkir heldur líka vegna þess bakkelsisins. Í nýrri úttekt Dagens Nyheter á bolludagsbollunum í Stokkhólmi þá fékk útgáfa Vete-Katten mjög góða umsógn og þær sagðir halda í hefðirnar og væru sennilega eins á bragðið og Semlor hafa verið alveg síðan á sautjándu öld. Einnig mæir blaðið með bollunum í Tössebageriet á Karlavägen, Grillska Huset á Gamla stan og Norra Strandbageriet á Kungsholmen. Hins vegar eru lesendur blaðsins beðnir um að vara sig á sjoppu Selmor sem seldar eru í útibúum 7-11 sem finna má á hverju einasta götuhorni í sænskum borgum.
Túristi vill líka benda á Semlor hjá Urban Deli (á Sveavägen og við Nytorget) en í þær eru einnig settar hakkaðar möndlur og það er virkilega góð viðbót. Og til að réttlæta þessa yfirlýsingaglöðu fyrirsögn greinarinnar þá er það svo að allir þeir Íslendingar sem útsendari Túrista hefur kynnt fyrir sænskum Semlor eru á einu máli um að þær séu alveg klárlega á pari við íslensku bollurnar og jafnvel nokkru betri. Því er að þakka kardimommunni og marspaninu.
Þess má svo geta í blálokin að sænskir bakarar hafa tekið upp þann ósið að bjóða upp á þessar bollur alveg frá ársbyrjun og fram í lok febrúar. Það pirrar marga heimamenn en kosturinn er sá að þá geta fleiri íslenskir túristar kynnst Semlor.

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …