LAVA á Hvolsvelli á topplista Lonely Planet

lava centre

Ef gjósa fer í Heklu eða Kötlu munu gestir LAVA geta fylgst með gosinu af útsýnispalli safnsins. Ferðaritið Lonely Planet segir safnið meðal mest spennandi nýjunga ársins. Ef gjósa fer í Heklu eða Kötlu munu gestir LAVA geta fylgst með gosinu af útsýnispalli safnsins. Ferðaritið Lonely Planet segir safnið meðal mest spennandi nýjunga ársins.
Þess er ekki langt að bíða að hægt verður að upplifa náttúruöflin með nýjum hætti á Hvolsvelli þegar Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands, eða LAVA eins og safnið kallast, opnar í sumarbyrjun. Þar gefst gestum kostur á að fræðast um jarðfræðina í stóru gagnvirku sýningarrými sem meðal annars inniheldur jarðskjálftahermi, möttulstrókinn undir Íslandi, kvikugang, hraunflæði og eldgosasýningu í sérstökum kvikmynda og fyrirlestrarsal. Ásbjörn Björgvinsson, sem leitt hefur verkefnið og er nú markaðsstjóri LAVA, segir að sér vitanlega sé hvergi annars staðar í heiminum til sambærilegt safn. En LAVA er meðal annars ætlað að höfða til þeirra fjölmörgu ferðamanna sem koma til landsins til að njóta og fræðast um þennan þátt í náttúru Íslands.

Mikilvægi Lonely Planet

Nýverið setti hið vinsæla og virta ferðarit Lonely Planet LAVA Centre á lista yfir 10 mest spennandi nýjungarnar í ferðaþjónustu í heiminum og segir Ásbjörn það hafa haft mikil áhrif. „Í framhaldinu komu hundruð pósta frá væntanlegum gestum eða ferðamönnum á leið til landsins sem vildu fá að vita meira. Svo grípa fleiri fjölmiðlar þetta upp og deila áfram og snjóboltinn fer að rúlla.” En gert er ráð fyrir að 70 til 80 þúsund gestir muni heimsækja LAVA fyrsta árið en að fjöldinn verði kominn upp í 200 til 300 þúsund gesti eftir nokkur ár. Þar af er búist við að um tíundi hver gestur safnsins verði Íslendingur að sögn Ásbjarnar.
Aðgangseyrir að safninu er 2.900 krónur er frítt er inn fyrir 11 ára og yngri og skólahópar fá afslátt.

Virk eldfjöll í grenndinni

Fjögur virkustu eldfjöll landsins munu vera í ham og segir Ásbjörn að aðstandendur safnsins hafa meðvitað reiknað með að það fari að gjósa fyrr en síðar og þá verði beintenging frá viðkomandi gosi í bíó og fundarsal LAVA. „Útsýnispallurinn á toppi hússins mun líka nýtast vel ef það fer að gjósa í Heklu eða Kötlu enda bein sjónlína til þessara eldstöðva.”
Sjá heimasíðu LAVA.
lava center yfir