Samfélagsmiðlar

Borðað í rassvasa í Stokkhólmi

stokkholmur rassvasar

Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnukokki í sænsku höfuðborginni. Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnukokki í sænsku höfuðborginni.
Veitingahúsarýnar Michelin hafa verið nokkuð örlátir á stjörnunar í ferðum sínum um Stokkhólmi og þar eru í dag að finna 10 matsölustaði með annað hvort eina eða tvær stjörnur. Þriggja rétta máltíð á þess háttar stað kostar varla undir sænskum þúsund kalli (um 13.000 kr.) og þá á eftir að kaupa drykki. Blessunarlega er þó hægt að komast í mat hjá sænsku meistarakokkunum án þess að borga svona mikið svo lengi sem maður er til í að láta rassvasa Michelinstaðarins duga. En í Svíþjóð er hefð fyrir því að dýrir og fínir matsölustaðir reki líka einn ódýrari, ofasta í sama hús, sem kallaður er bakficka eða rassvasi.
Og Túristi mælir óhikað með heimsókn á þessa þrjá.

Oaxen

oaxen slipEftir að hafa þrætt söfnin á Djurgården eða gengið á milli tívolítækja þá er gott að þurfa ekki að leita langt eftir mjög góðum mat. Og þeir sem vilja gera sérstaklega vel við sig geta þá reynt að fá eitt af þeim 26 stólum sem eru í boði á Oaxen Krog en sá staður er með tvær Michelin stjörnur og matseðill kvöldsins er á ca. 25 þúsund krónur á mann. Hráefni staðarins er sótt í nágrennið og í sænsku sveitirnar og sömu línu er fylgt á Oaxen Slip þó verðlagið sé þar mun viðráðanlegra. Til að mynda er hægt að fá þriggja rétta smakkmatseðil í hádeginu á 145 sænskar (um 1900 kr.). Á kvöldin eru úrvalið af kjötréttum oftast gott og hægt að velja á milli lambs, grísakjöts eða einhverja villibráð. Einnig er þar fiskur og grænmetisréttir. Aðalréttirnir kosta þá á bilnu 200 til 335 sænskar (um 2500 til 4300 kr.).
Heimasíða Oaxen Slip

Speceriet

specerietFyrir nokkrum árum síðan hinn kunni breski matgæðingur AA Gill úttekt á matarkúltúrnum í Stokkhólmi og sagðist hvergi hafa fengið betri og meira spennandi mat en á hinum þá nýstofnaða Gatrologik. Stuttu síðar fékk staðurinn svo Michelin stjörnu og hefur haldið henni allar götur síðan. Á Gastrologik er eldað í anda norræna eldhússins og árstíðirnar ráða för. Það sama er upp á teningnum á Speceriet, pínkulitlum rassvasa, við hliðina á Michelinstaðnum. Þar sitja gestirnir við langborð og geta valið á milli nokkurra rétta sem seint verð taldir týpískir. Þarna eru sænskar kusur eldaðar á margvíslegan hátt, grísir rata líka oft upp á borð og fulltrúar hafsins komast alltaf á matseðilinn. Grænmetisréttirnir eru líka frumlegir og það er næsta víst að maður fær nýtt bragð í munninn þegar borðað er á Speceriet.
Réttirnir eru ekki ýkja stórir og þeim er oft auðvelt að deila. Það er því kjörið fyrir tvo að taka alla vega 3 aðalrétti en þeir kosta á bilinu 145 til 174 sænskar (1800-2200 kr.). Í hádeginu kostar matseðilinn 135 sænskar (1700 kr).
Heimasíða Speceriet

Flying Elk

flyingelkÍ Stokkhólmi eru þrír veitingastaðir með tvær stjörnur og við eldavélina á einum þeirra stendur Björn Frantzén. Þessi fertugi kokkur lætur ekki þar við sitja því hann gefur líka út kokkabækur og hefur spreytt sig fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Frantzén á líka nokkra aðra veitingastaði og einn þeirra er gastrópöbbinn Flying Elk í Gamla Stan. Þar er klassískum öldurhúsamat lyft upp á hátt plan og það er til að mynda leit að betri hamborgara í Stokkhólmi eða Fish´n´chips enda kostar herlegheitin um 3 þúsund íslenskar krónur. Og líkt og á góðum pöbbum þá er hægt að velja á milli ófárra tegundi af öl til að drekka með matnum. Flying Elk er nokkuð stór staður og því hægt að komast að með lítinn hóp en það borgar sig að panta borð. Það er aðeins opið í hádeginu um helgar á Flying Elk en aðra daga opnar klukkan 17.
Heimasíða Flying Elk

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …