Borðað í rassvasa í Stokk­hólmi

stokkholmur rassvasar

Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnu­kokki í sænsku höfuð­borg­inni. Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnu­kokki í sænsku höfuð­borg­inni.
Veit­inga­húsarýnar Michelin hafa verið nokkuð örlátir á stjörn­unar í ferðum sínum um Stokk­hólmi og þar eru í dag að finna 10 matsölustaði með annað hvort eina eða tvær stjörnur. Þriggja rétta máltíð á þess háttar stað kostar varla undir sænskum þúsund kalli (um 13.000 kr.) og þá á eftir að kaupa drykki. Bless­un­ar­lega er þó hægt að komast í mat hjá sænsku meist­ara­kokk­unum án þess að borga svona mikið svo lengi sem maður er til í að láta rassvasa Michel­in­stað­arins duga. En í Svíþjóð er hefð fyrir því að dýrir og fínir matsölustaðir reki líka einn ódýrari, ofasta í sama hús, sem kall­aður er bakficka eða rassvasi.
Og Túristi mælir óhikað með heim­sókn á þessa þrjá.

Oaxen

oaxen slipEftir að hafa þrætt söfnin á Djurgården eða gengið á milli tívolí­tækja þá er gott að þurfa ekki að leita langt eftir mjög góðum mat. Og þeir sem vilja gera sérstak­lega vel við sig geta þá reynt að fá eitt af þeim 26 stólum sem eru í boði á Oaxen Krog en sá staður er með tvær Michelin stjörnur og matseðill kvöldsins er á ca. 25 þúsund krónur á mann. Hráefni stað­arins er sótt í nágrennið og í sænsku sveit­irnar og sömu línu er fylgt á Oaxen Slip þó verð­lagið sé þar mun viðráð­an­legra. Til að mynda er hægt að fá þriggja rétta smakk­mat­seðil í hádeginu á 145 sænskar (um 1900 kr.). Á kvöldin eru úrvalið af kjötréttum oftast gott og hægt að velja á milli lambs, grísa­kjöts eða einhverja villi­bráð. Einnig er þar fiskur og græn­met­is­réttir. Aðal­rétt­irnir kosta þá á bilnu 200 til 335 sænskar (um 2500 til 4300 kr.).
Heima­síða Oaxen Slip

Speceriet

specerietFyrir nokkrum árum síðan hinn kunni breski matgæð­ingur AA Gill úttekt á matarkúltúrnum í Stokk­hólmi og sagðist hvergi hafa fengið betri og meira spenn­andi mat en á hinum þá nýstofnaða Gatrologik. Stuttu síðar fékk stað­urinn svo Michelin stjörnu og hefur haldið henni allar götur síðan. Á Gastrologik er eldað í anda norræna eldhússins og árstíð­irnar ráða för. Það sama er upp á teningnum á Speceriet, pínku­litlum rassvasa, við hliðina á Michel­in­staðnum. Þar sitja gest­irnir við lang­borð og geta valið á milli nokk­urra rétta sem seint verð taldir týpískir. Þarna eru sænskar kusur eldaðar á marg­vís­legan hátt, grísir rata líka oft upp á borð og full­trúar hafsins komast alltaf á matseð­ilinn. Græn­met­is­rétt­irnir eru líka frum­legir og það er næsta víst að maður fær nýtt bragð í munninn þegar borðað er á Speceriet.
Rétt­irnir eru ekki ýkja stórir og þeim er oft auðvelt að deila. Það er því kjörið fyrir tvo að taka alla vega 3 aðal­rétti en þeir kosta á bilinu 145 til 174 sænskar (1800–2200 kr.). Í hádeginu kostar matseð­ilinn 135 sænskar (1700 kr).
Heima­síða Speceriet

Flying Elk

flyingelkÍ Stokk­hólmi eru þrír veit­inga­staðir með tvær stjörnur og við elda­vélina á einum þeirra stendur Björn Frantzén. Þessi fertugi kokkur lætur ekki þar við sitja því hann gefur líka út kokka­bækur og hefur spreytt sig fyrir framan sjón­varps­vél­arnar. Frantzén á líka nokkra aðra veit­inga­staði og einn þeirra er gastrópöbbinn Flying Elk í Gamla Stan. Þar er klass­ískum öldur­húsamat lyft upp á hátt plan og það er til að mynda leit að betri hamborgara í Stokk­hólmi eða Fish´n´chips enda kostar herleg­heitin um 3 þúsund íslenskar krónur. Og líkt og á góðum pöbbum þá er hægt að velja á milli ófárra tegundi af öl til að drekka með matnum. Flying Elk er nokkuð stór staður og því hægt að komast að með lítinn hóp en það borgar sig að panta borð. Það er aðeins opið í hádeginu um helgar á Flying Elk en aðra daga opnar klukkan 17.
Heima­síða Flying Elk

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hrað­lest­inni frá flug­vell­inum og niður í bæ. Sjá hér