Samfélagsmiðlar

Borðað í rassvasa í Stokkhólmi

stokkholmur rassvasar

Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnukokki í sænsku höfuðborginni. Það þarf ekki að kosta mikið að borða hjá stjörnukokki í sænsku höfuðborginni.
Veitingahúsarýnar Michelin hafa verið nokkuð örlátir á stjörnunar í ferðum sínum um Stokkhólmi og þar eru í dag að finna 10 matsölustaði með annað hvort eina eða tvær stjörnur. Þriggja rétta máltíð á þess háttar stað kostar varla undir sænskum þúsund kalli (um 13.000 kr.) og þá á eftir að kaupa drykki. Blessunarlega er þó hægt að komast í mat hjá sænsku meistarakokkunum án þess að borga svona mikið svo lengi sem maður er til í að láta rassvasa Michelinstaðarins duga. En í Svíþjóð er hefð fyrir því að dýrir og fínir matsölustaðir reki líka einn ódýrari, ofasta í sama hús, sem kallaður er bakficka eða rassvasi.
Og Túristi mælir óhikað með heimsókn á þessa þrjá.

Oaxen

oaxen slipEftir að hafa þrætt söfnin á Djurgården eða gengið á milli tívolítækja þá er gott að þurfa ekki að leita langt eftir mjög góðum mat. Og þeir sem vilja gera sérstaklega vel við sig geta þá reynt að fá eitt af þeim 26 stólum sem eru í boði á Oaxen Krog en sá staður er með tvær Michelin stjörnur og matseðill kvöldsins er á ca. 25 þúsund krónur á mann. Hráefni staðarins er sótt í nágrennið og í sænsku sveitirnar og sömu línu er fylgt á Oaxen Slip þó verðlagið sé þar mun viðráðanlegra. Til að mynda er hægt að fá þriggja rétta smakkmatseðil í hádeginu á 145 sænskar (um 1900 kr.). Á kvöldin eru úrvalið af kjötréttum oftast gott og hægt að velja á milli lambs, grísakjöts eða einhverja villibráð. Einnig er þar fiskur og grænmetisréttir. Aðalréttirnir kosta þá á bilnu 200 til 335 sænskar (um 2500 til 4300 kr.).
Heimasíða Oaxen Slip

Speceriet

specerietFyrir nokkrum árum síðan hinn kunni breski matgæðingur AA Gill úttekt á matarkúltúrnum í Stokkhólmi og sagðist hvergi hafa fengið betri og meira spennandi mat en á hinum þá nýstofnaða Gatrologik. Stuttu síðar fékk staðurinn svo Michelin stjörnu og hefur haldið henni allar götur síðan. Á Gastrologik er eldað í anda norræna eldhússins og árstíðirnar ráða för. Það sama er upp á teningnum á Speceriet, pínkulitlum rassvasa, við hliðina á Michelinstaðnum. Þar sitja gestirnir við langborð og geta valið á milli nokkurra rétta sem seint verð taldir týpískir. Þarna eru sænskar kusur eldaðar á margvíslegan hátt, grísir rata líka oft upp á borð og fulltrúar hafsins komast alltaf á matseðilinn. Grænmetisréttirnir eru líka frumlegir og það er næsta víst að maður fær nýtt bragð í munninn þegar borðað er á Speceriet.
Réttirnir eru ekki ýkja stórir og þeim er oft auðvelt að deila. Það er því kjörið fyrir tvo að taka alla vega 3 aðalrétti en þeir kosta á bilinu 145 til 174 sænskar (1800-2200 kr.). Í hádeginu kostar matseðilinn 135 sænskar (1700 kr).
Heimasíða Speceriet

Flying Elk

flyingelkÍ Stokkhólmi eru þrír veitingastaðir með tvær stjörnur og við eldavélina á einum þeirra stendur Björn Frantzén. Þessi fertugi kokkur lætur ekki þar við sitja því hann gefur líka út kokkabækur og hefur spreytt sig fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Frantzén á líka nokkra aðra veitingastaði og einn þeirra er gastrópöbbinn Flying Elk í Gamla Stan. Þar er klassískum öldurhúsamat lyft upp á hátt plan og það er til að mynda leit að betri hamborgara í Stokkhólmi eða Fish´n´chips enda kostar herlegheitin um 3 þúsund íslenskar krónur. Og líkt og á góðum pöbbum þá er hægt að velja á milli ófárra tegundi af öl til að drekka með matnum. Flying Elk er nokkuð stór staður og því hægt að komast að með lítinn hóp en það borgar sig að panta borð. Það er aðeins opið í hádeginu um helgar á Flying Elk en aðra daga opnar klukkan 17.
Heimasíða Flying Elk

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …