Samfélagsmiðlar

Reykvísk hótel þau mest bókuðu og dýrustu á Norðurlöndum

Þeir sem ætla sér að heimsækja Ísland yfir helgi og búa á hóteli í höfuðborginni hafa í flestum tilfellum úr miklu minna að moða en ef ferðinni væri heitið til hinna Norðurlandanna.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Sá sem er á leið til Íslands um helgina og hefur ekki ennþá bókað herbergi hefur ekki úr miklu að moða því samkvæmt athugun Túrista á bókunarvefnum Booking.com er 96 prósent alls gistirýmis í Reykjavík uppbókað frá fimmtudegi til sunnudags í þessari viku. Í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er hlutfall frátekinnar gistingar miklu lægra; í Kaupmannahöfn og Helsinki er um helmingur hótelherbergja laus og þrjú af hverjum 4 eru laus í Stokkhólmi og Ósló. Meira að segja hjá HotelTonight, sem sérhæfir sig í hótelgistingu með stuttum fyrirvara, er ekkert laust í Reykjavík um helgina en úrvalið er töluvert í hinum norrænum höfuðborgunum.

Um helmingur herbergjanna í sumar

Líkt og um næstu helgi þá er hlutfallslega minnsta framboðið af lausum hótelherbergjum í Reykjavík síðustu helgina í mars. Bókunarstaðan í Kaupmannahöfn í lok apríl er hins vegar betri en hér á landi en í maí, júní og júlí er vægi frátekinnar gistingar í Reykjavík á ný það hæsta á Norðurlöndum. Athygli vekur að í Ósló er svo mikið af lausum hótelherbergju að Booking.com gefur ekki upp hlutfall bókanna.
Hafa ber í huga að þó Booking.com sé líklega umsvifamesta hótelbókunarfyrirtæki í heimi þá gefur bókunarstaðan á vefsíðunni ekki fullkomna mynd af gistimarkaðnum í hverri borg fyrir sig. Þetta háa hlutfall bókanna í Reykjavík er þó í takt við það sem kom fram í grein Morgunblaðsins í byrjun mánaðar þar haft var eftir bókunarstjóra Fosshótel að næsta lausa helgi væri í október.

Ekki bara vinsæl borg heldur líka dýr

Á sama tíma og eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík er mikil þá er hótelverðið í borginni með því hæsta í Evrópu samkvæmt úttekt vefsíðunnar Trivago sem ber saman leitarniðurstöður á meira en 200 hótelbókunarsíðum. Þar kemur fram að í janúar borguðu hótelgestir í Reykjavík að jafnaði um 22 þúsund fyrir hefðbundið tveggja manna herbergi. Aðeins í Monte Carlo og Genf var verðlagið hærra. Í febrúar hefur meðalverðið á reykvískum hótelum hins vegar hækkað upp í 26.523 krónur og Reykjavík fer þá upp fyrir svissnesku úraborgina og nær öðru sæti á listanum yfir þær evrópsku borgir þar sem gistingin er dýrust.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …