Samfélagsmiðlar

Auglýst eftir sérfræðingi til að sinna eftirliti með heimagistingu

reykjavik Tim Wright

80 einstaklingar hafa fengið leyfi fyrir heimagistingu en um áramót gengu í gildi ný lög um skammtímaleigu á íbúðahúsnæði. 80 einstaklingar hafa fengið leyfi fyrir heimagistingu en um áramót gengu í gildi ný lög um skammtímaleigu á íbúðahúsnæði og nú er óskað eftir starfsmanni til að sinna skráningu og eftirliti.
Nú takmarkast skammtímaleiga á íbúðahúsnæði við 90 daga á ári og tekjur af leigunni mega ekki fara yfir 2 milljónir á tímabilinu. Skipta má þessum 90 dögum milli tveggja eigna, til dæmis íbúðarhúsnæði og sumarbústaðar en skrá verður allar gistingar samkvæmt nýjum lögum um heimagistingu sem tóku gildi um áramót. Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem sér um skráningar og annast eftirlit með heimagistingu og auglýsir embættið nú eftir sérfræðingi í verkið. Á viðkomandi meðal annars að sinna rafrænu eftirlit með skráningarskyldum aðilum á landsvísu og undirbúa stjórnsýslumál í samráði við lögfræðinga embættisins samkvæmt því sem segir í atvinnuauglýsingu.
Hámarkssekt vegna brota á lögum um heimagistingu nemur einni milljón króna en líkt og Túristi greindi frá þá er líka tekið við ábendingum um brot frá almenningi.

Heilbrigðisvottorðið er flöskuháls

Í dag hafa 80 einstaklingar fengið úthlutuð leyfisnúmer hjá Sýslumanni og eru nöfn þeirra birt á vefnum Heimagisting.is. Samkvæmt nýju reglunum er leigusölum skylt að birta leyfisnúmerin í allri markaðssetningu og kynningarstarfsemi m.a. á bókunarvefjum eins og Airbnb. Nærri fjögur þúsund íbúðir, herbergi eða hús voru á lista hjá Airbnb hér á landi þegar bandaríska fyrirtækið gaf síðast upplýsingar um umsvif sín á Íslandi. Túristi hefur óskað reglulega eftir nýjum tölum frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en ekki fengið.
Hver sem fjöldi íslenskra gistikosta er í dag á skrá Airbnb þá er ljóst að aðeins lítill hluti leigusala hefur sótt um skráningu. Krafa um vottun heilbrigðisnefnda skýrir að einhverju leyti þessar fáu skráningar því líkt og kom fram í frétt RÚV þarf að skoða hverja einustu eign sem sótt er um leyfi fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu stendur hins vegar til að fella niður skilyrðið um vottun heilbrigðisnefnda í nýju frumvarpi sem lagt verður fyrir á næstunni. Í framhaldinu yrði starfsemin einungis skráningarskyld í stað þess að leita þurfi sérstaks leyfis frá stjórnvöldum. 

Skráningin verður margfalt ódýrari

Með þessum breytingum verður það líka mun ódýrara fyrir einstaklinga að skrá íbúðir sínar því í dag kostar vottorð frá heilbrigðisnefnd, fyrir heimagistingu, hátt í 50 þúsund krónur. Við þann kostnað bætist árlegt 8 þúsund króna skráningargjald til Sýslumanns og 560 kr. til Þjóðskrár. Þess má geta að heilbrigðisvottorð fyrir gistiheimili kostar litlu meira en fyrir eitt herbergi í heimagistingu.
Niðurfelling kröfunnar um heilbrigðisvottorð gerir því skráningu á heimagistingu ekki aðeins einfaldari heldur líka mun ódýrari. Það er hins vegar athyglisvert að stuttu eftir að ný lög öðlast gildi þá þarf að gera á þeim veigamiklar breytingar og á meðan eru þúsundir eigna hér á landi leigðar til ferðamanna út til án tilskilinna leyfa.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …